Besti Bjánaflokkurinn, Harpa og listamannaelítan

Mestu mistök Jóns Gnarr og Besta Flokksins í stjórn borgarinnar er meðferð þeirra á aðkomu Reykjavikurborgar að byggingu og rekstri á tónlistarhúsinu Hörpu.  Þótt þeir hefðu ekki tekið ákvörðunina um áframhaldandi byggingu hússins, það var gert af sjálfstæðismönnum og Hönnu Birnu, þá gátu þeir staðið betur að eftirlitshlutverkinu og gripið inní þegar ljóst var að allar kostnaðaráætlanir voru blekkingar og rekið alla þessa 50 stjórnarmenn sem ofskömmtuðu sér laun fyrir enga vinnu.  Þetta gat Besti Flokkurinn gert en gerði ekki.  Þá værum við kannski ekki með uppsafnaðan halla upp á 1 og hálfan milljarð sem lendir allur á skattborgurum þessa lands.

Saga þessa ljóta húss er saga rangra ákvarðana frá upphafi. En það sorglega við ferilinn er að við gátum hætt við árið 2008 og komið skaðlaus frá þessu rugli öllu saman.  Því miður þá  var og er í menntamálaráðuneytinu óreynt stelputryppi sem hafði greinilega ekkert vit á verkefninu og tók þess vegna þá óheillavænlegu ákvörðun að halda áfram byggingu hússins og skuldsetja ríkið um 30 milljarða. Við sitjum uppi með þá heimskulegu ákvörðun í dag og enginn axlar ábyrgð á þeim vitlausu ákvörðunum frekar en öðrum sem þessi óhapparíkisstjórn hefur staðið fyrir.

Í dag stendur valið um að halda áfram að borga 1-2 milljarða á ári með þessu húsi eða að selja það með þeim afföllum sem því fylgja að hafa byggt monthöll á tímum þjóðarþrenginga. Rekstur ráðstefnusala og einhverra menningarviðburða hlýtur að standa undir bærilegri arðsemiskröfu svo það ætti ekki að vera skortur á kaupendum.

Í staðinn varpa ég fram þeirri hugmynd að gera Hallgrímskirkju að menningarhúsi höfuðborgarinnar.  Það hús er alltof stórt og veglegt til að vera notað undir fámennan trúarsöfnuð. Eins hljótum við að skoða að kostnaðurinn við viðgerðir Hallgrímskirkju uppá einn milljarð lentu á herðum ríkis og borgar en ekki kirkjunni sem slíkri.  Þess vegna má með góðri samvisku taka kirkjuna eignarnámi í þágu almannahagsmuna Reykvíkinga sem vilja tilbiðja listagyðjuna en hvorki Jesú, Maríu né heilagan anda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jóhannes, aðeins ein leiðrétting:  Ákvörðun um áframhaldandi byggingu hinnar hálfbyggðu Hörpu var formlega samþykkt af ríki og borg.  Samningurinn undirritaður af Katrínu Jakobs VG f.hönd ríkis og Hönnu Birnu f.hönd borgar. 

Hvort þessi samningur náði til rekstrarins veit ég hins vegar ekki...

Kolbrún Hilmars, 11.2.2013 kl. 15:21

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Kolbrún, lesa betur "Þótt þeir hefðu ekki tekið ákvörðunina um áframhaldandi byggingu hússins, það var gert af sjálfstæðismönnum og Hönnu Birnu,"

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.2.2013 kl. 15:43

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jóhannes, ég var aðeins að vísa til þess sem gerðist - ekki þess sem þú skrifaðir. 

Ákvörðunin um Hörpu-bygginguna var tekin fyrir þær borgarstjórnarkosningar sem fleyttu Gnarrinum og co inn í borgarstjórn.

Reksturinn má svo vel vera á ábyrgð borgarinnar einnar - eða réttara sagt, allra þeirra félaga sem voru stofnuð í því skyni og ekki aðeins ég veit á hvers ábyrgð.

Kolbrún Hilmars, 11.2.2013 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband