Ég læt nú ekki Moggann segja mér hvað Feneyjanefndin sagði í áliti sínu

Stjórnskipunar og Eftirlitsnefnd segist með gott frumvarp í höndunum.  Ég er ekki alls kostar sáttur frekar en margir aðrir en það eru einfaldlega fleira sem mælir með samþykkt frumvarpsins en á móti. Sérstaklega varðandi lýðræðisumbæturnar þótt ég hefði kosið að engar skorður væri settar við hvaða mál geta farið í þjóðaratkvæði.  En skítt með það.  Við verðum að treysta því að aldrei aftur komi inná okkar borð mál eins og icesave og að pólitíkusar hafi þrátt fyrir allt eitthvað lært af hruninu og ekki síst forræðishyggju núverandi ríkisstjórnar.  Þá hægri-bylgju sem nú er í gangi má rekja beint til andstöðu þjóðarinnar við þeirri forræðihyggjudýrkun sem við höfum fengið nasaþefinn af undanfarin ár og margir kenna réttilega við fasisma.  En séu athugasemdir Feneyjarnefndarinnar efnislega það alvarlegar þá er einsýnt að þetta frumvarp fer aldrei í gegn.  Þá verður að grípa til plan Bés. Sem lýtur að því að frelsa stjórnarskrána endanlega úr gíslingu Alþingis.  Og það getum við gert með 2 breytingum á núverandi stjórnarskrá.

79.gr
Þjóðin er stjórnarskrágjafinn. þess vegna skal samhliða öllum Alþingiskosningum fara fram kjör á fulltrúum til setu á stjórnlagaþingi. Stjórnlagaþing skal samkvæmt nánari ákvæðum í lögum fjalla um allar óskir sem fram koma á fyrirfram ákveðinn hátt, um breytingar eða viðbætur við stjórnarskrána. Alþingi skal ekki fjalla um breytingar á stjórnarskránni

80.gr
Allar samþykktir um breytingar eða viðbætur sem koma frá stjórnlagaþingi skulu fara í allsherjar kynningu í 2 mánuði hið minnsta og að þeim tíma liðnum skal fara fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um allar breytingar. Ef breytingarnar hljóta samþykki meirihluta kosningabærra manna þá öðlast þær gildi. En ef þáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu nær ekki 50% af atkvæðisbærum mönnum þá er atkvæðagreiðslan ógild.

Þetta er eina leiðin til að frelsa stjórnarskrána úr gíslingu Alþingis

Ófriðurinn um stjórnlagaráð virðist það djúpstæður að óhjákvæmilegt er að ómerkja þá vinnu sem þar var unnin. En ferlið sem upphaflega var farið af stað með var lýðræðislegt. Það var bara sú ákvörðun að endurtaka ekki kosningar til Stjórnlagaþings sem voru banahögg þessarar tilraunar. Á þetta var reynt að benda ríkisstjórninni en það andverðleikafólk þykist allt vita betur og sitja núna uppi með þá einkunn að hafa verið versta ríkisstjórn lýðveldisins. 


mbl.is Flókin ákvæði í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Stjórnlagaþing skal samkvæmt nánari ákvæðum í lögum fjalla um allar óskir sem fram koma á fyrirfram ákveðinn hátt.."   Semsagt Alþingi á að setja lög um hvernig stjórnlagaþing starfar og hefur vald til að breyta þeim lögum að vild ef stjórnlagaþing er ekki leiðitamt. Alþingi skal ekki fjalla um breytingar á stjórnarskránni en setja lögin um hvernig stjórnlagaþing afgreiðir óskir um breytingar....1. grein; stjórnlagaþing skal ræða tillögur og óskir um breytingar ekki skemur en 40 ár og ekki lengur en 60 ár áður en þær koma til atkvæðagreiðslu....

"En ef þáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu nær ekki 50% af atkvæðisbærum mönnum þá er atkvæðagreiðslan ógild. " Þá vita allir að þeir sem kjósa eru fylgjandi því hinir þurfa ekki að mæta. Það fer enginn sem er á móti að mæta og taka sjensinn á því að sú mæting geri kosningarnar gildar. Leynilegar kosningar?

Stjórnlagaráð hafði marga svona snillinga innanborðs. Fínar hugmyndir sem ganga ekki upp í raunheimum.

Simmii (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband