Kostnaður í útgerð

Ég er að hlusta á umræður frá Alþingi um Stjórn fiskveiða.  Þar hafa 2 málssvarar stórútgerðarinnar farið mikið í að verja kvótakerfið og tala niður skaðleg áhrif kvótakerfis á byggðaþróun. Fyrst fór Kristján Þór útsendari Samherja á Alþingi með gömlu möntruna um að það sé ekki hægt að kenna kvótakerfinu um eyðingu byggðanna. Heldur voru það ákvarðanir einstakra útgerðamanna sem ollu því að kvóti var seldur frá mörgum smærri byggðarlögum, sem aftur olli atvinnuleysi og minnkandi tekjum sveitarfélaga, sem aftur olli minni þjónustu, sem aftur olli brottflutningi, sem aftur olli tekjumissi og skertri þjónustu uns byggð lagðist af.  Dæmi; Raufarhöfn, Flateyri, Þingeyri, Borgarfjörður Eystri og fleiri staðir.  Samkvæmt túlkun Sjálfstæðisflokksins þá hefur kvótakerfið eða frjálsa framsalið ekkert með þessa byggðaröskun að gera.  Þessu hélt Kristján Þór fram.  Höldum því til haga.

Næst að bullinu í Illuga.  Þrátt fyrir að vera fyrrverandi tengdasonur Flateyrar og þar að auki hagfræðingur að mennt, þá skilur hann ekki þá einföldu staðreynd, að kostnaður í útgerð er atvinnumöguleikar einhvers annars og þarafleiðandi auknar þjóðartekjur fyrir þjóðfélagið. Sparnaður vegna kvótakerfisins í bókhaldi 70 stærstu kvótaeigendanna þýddi samdrátt í atvinnu sem nam 5000 beinum störfum og sennilega 15000 óbeinum störfum.  Þetta er hagræðing kvótakerfisins. Hvenær ætla auðlindahagfræðingarnir og allir hinir að átta sig á þessari einföldu staðreynd?  Það er betra fyrir sjávarbyggðirnar að láta 10 litla báta ná í 5000 tonna kvóta heldur en eitt frystiskip.  Eitt frystiskip skapar færri störf!  Og það eru einmitt störfin sem skapa þjóðartekjurnar.  Skilja menn þetta ekki?

Og svo fyrst við erum að ræða kvótakerfið og hagkvæmni stórútgerðarinnar þá langar mig að minna á hvernig stórútgerðirnar sem mestum gróða skila eigendum sínum urðu svona ríkar.  Það gerðist nefnilega ekki í gegnum veiðar eða vinnslu.  Það gerðist með því að hirða bara verðmætasta hluta fiskjarins og henda hinu.  Þannig komust menn upp með að henda 650 grömmum af hverju kílói aftur í sjóinn. Þetta er staðreynd.  Þannig var þetta gert í 25 ár.  Það er ekki fyrr en Jón Bjarnason skyldaði flakafrystiútgerðirnar til að skila öllum afla í land , sem þessu var hætt.  Og svo dirfast menn að tala um sjálfbærni kvótakerfisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband