12.2.2013 | 21:55
Á ekkert að reka Pétur J. Eiríksson?
Hanna Birna kemur fram fyrir alþjóð og afsakar ábyrgð sína og síns borgarstjórnarflokks með því að það hafi verið logið að henni. Henni hafi verið lofað að Harpan stæði undir sér og kostaði ekki meira en 10-12 milljarða að klára verkið. Nú er ekki vitað hvort það var Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður í Portusi, Tortusi, Situsi, Hospesi eða Custosi, sem laug þessu eða hvort því var logið að Þórunni sem var stjórnarformaður í Argosi og meðstjórnandi í Portusi og hún svo laug þessu áfram að Hönnu Birnu, sem er ekki stjórnarformaður í neinum félögum. En hvernig sem þessum blekkingum var haldið á lofti þá máttu allir vita að verið var að ljúga. Tónlistar og ráðstefnuhúsið Harpa var fimm sinnum stærra en Íslendingar réðu við og tíu sinnum dýrari. Það þýðir ekkert fyrir Hönnu Birnu að segja að hún hafi verið tekin í görnina. Við vorum öll tekin í rassgatið af Pétri J. Eiríkssyni og þess vegna á Jón Gnarr að beita eigendavaldi Reykjavíkurborgar og krefjast þess að Pétur J. Eiríksson verði fjarlægður af launaskrá Reykvíkinga strax á morgun. Nóg er víst af afætunum á vegum borgarkerfisins samt. Það er lágmarkið sem hægt er að krefjast fyrir 1.5 milljarð, sem er reikningurinn sem okkur verður sendur árlega næstu árin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:01 | Facebook
Athugasemdir
Heldur þú í alvöru að hróflað verði við þessum manni?
http://www.xd.is/um-sjalfstaedisflokkinn/kosningar-i-nefndir/efnahags--og-vidskiptanefnd/nr/1660
Sigurður (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 23:11
Nei, en mönnum finnst kannski óheppilegt að vakin sé athygli á ósómanum.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.2.2013 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.