Haraldur Flosi gramsar í eignasafni OR

Kranastjóri kranafréttaveitu RÚV dælir út fréttatilkynningum án gagnrýninnar umfjöllunar af gömlum vana.  Nú var okkur sagt að sala Orkuveitunnar á höfuðstöðvum fyrirtækisins upp á 5 milljarða myndi auka tiltrú lánveitenda á fyrirtækinu!  Hvernig í ósköpunum má það vera? Fyrirtækið skuldar 250 milljarða í erlendum lánum og þau lán eru ekki vegna monthússins.  Það er skítalykt af þessu og það er verið að skjóta undan eignum okkar Reykvíkinga.  Þegar Orkuveitan fer í þrot verður engu hægt að bjarga vegna þess að ráðamenn eru draumóramenn sem trúa á væntingavísitölur í staðinn fyrir ársreikning. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er nema von að spurt sé? Kostnaðurinn við Orkuveituhúsið var 9,8 milljarðar á núverandi verðlagi. Kostnaðurinn er jafnvel hærri þar sem bygging hússins var að einhverju leyti fjármögnuð með erlendum lánum, sem síðan stökkbreyttust. Nú er söluverðið 5,1 milljarður og þar að auki skuldbindur Orkuveitan sig til að leigja allt húsið í 10-20 ár. Mörg sveitarfélög fóru flatt á slíkum samningum, sem gerðir voru fyrir hrun, og hafa að undanförnu leitað leiða til að láta þá ganga til baka eða fá þeim breytt.

Kjartan Magnússon. (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 00:55

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Já þú þekkir þetta Kjartan

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2013 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband