13.2.2013 | 13:18
Hvar eru þau nú?
- Hvar er Ingibjörg? - sú sem lagði hornsteininn að hruni OR
- Hvar er Alfreð? - sá sem öllu réð
- Hvar er þessi feiti? - þessi Guðmundur Þóroddsson?
- Hvar er Hjörleifur Kvaran?
- Hvar er gamli góði Villi? - fær hann inni á Eir?
- Hvar er Guðlaugur XVI? - Sorptæknirinn sem varð keisari framsóknar
- Hvar er Óskar Bergsson? - sá sem gerði Guðlaug XVI að keisara
- Hvar er Sigrún Elsa? - sú sem vildi bara ferðast um heiminn í boði OR
- Hvar er garðyrkjumaðurinn, konan hans, krakkarnir, mamma hans og hundurinn?
- Hvar er fjármálastjórinn? þessi sem hirti ekki um að gera gjaldeyrisvarna samningan, hvernig gengur henni að fá vinnu með þetta á ferilsskránni?
- Hvar er Helgi Pé? - Enn að mjólka spena í boði framsóknar?
- Hvar er Stefán Pálsson? - Nú er ekkert safn að passa og engin spurningakeppni að stjórna
- Hvar er Guðlaugur Þór? - Landsbankinn fallinn, Sigurjón á sakamannabekk og baklandið í uppnámi
- Hvar er Kjartan Magnússon? Verður hann arftaki Hönnu Birnu?
HVAÐ VERÐUR UM OR?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já og hvar er Sóley? Við megum ekki gleyma hanni
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2013 kl. 13:21
Uppreiknaður byggingakostnaður á Orkuveituhúsinu er ca. 9.8 miljarðar, og það á að selja það fyrir 5.1 miljarð, síðan á að leigja það fyrir als 330 miljónir á ári, og þar inni er viðhldskosnaður,sem alla jafnan er eigandans.
Þetta er náttúlega fullkomlega galið að fara svona með fjármuni Reykvíkinga.Það er hægt að færa fyrir því sterk rök að það er hægstæðara fyrir Orkuveituna að taka lán hjá Lífeyrissjóðunum á 3.5% raunvöxtum og verðtryggt til 20 ára.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 13:33
Ertu viss um að OR sé gjaldfær? Ég held því fram að svo sé ekki. Hér er haldið uppi fölsku gengi sem á eftir að leiðrétta. Þegar það gerist verða skuldirnar óyfirstíganlegar. Það blasir við. Af hverju setja menn ekki fyrirtækið í þrot á meðan hægt er að stjórna gjaldþrotinu og draga úr skaðanum? Af hverju eru ekki skuldirnar skildar eftir í þrotabúi en kjarna starfssemin flutt í nýtt félag?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2013 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.