13.2.2013 | 14:11
Reykjavík er orðin of stór
Hagkvæmni er afstæð. það er ekki bara hægt að horfa til rekstrarlegra raka þegar menn taka afstöðu til samþjöppunar valds. Það er löngu orðið tímabært að færa fjárveitingavaldið út í hverfin þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað. Karlpúngar a Grímsstaðaholtinu eiga ekki að ákveða hvað grunnskóli í Grafarvogi þarf til rekstrar og geðveikur læknir í Fossvogi á ekki að geta sett 900 milljónir í að endurgera húskofa á baklóð háhýsis á Skólavörðustíg.
Valddreifing felst ekki í því að pakkið úr ráðhúsinu haldi íbúafundi uppi í Breiðholti eða úti á landi, nánar til getið í Grafarvogi. Valddreifing felst í að ákvarðanir séu teknar af þeim sem ákvarðanirnar snerta.
Þurfum við ekki að hugsa þetta upp á nýtt? Viljum við fleiri borgarstjóraslys?
Viljum við annan Gnarr?
Viljum við þennan Gnarr?
Viljum við Ólaf aftur?
Nei það vill ekki nokkur kjaftur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:30 | Facebook
Athugasemdir
Ég styð sjálfstæðisbaráttu Félags Sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Gæslumenn dauðra eiga að fá að hvíla í friði
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2013 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.