13.2.2013 | 15:05
Teitur Atla þarf að læra íslenzku
Teitur Atlason titlar sig íslenzkukennara, en kann samt ekki einföldustu réttritunarreglur. Kannski er hann einn af analfabetunum en þó finnst mér það ekki trúlegt. Líklegra er, að hann sé bara haldinn þessu sér íslenska stærilæti að vilji sé allt sem þarf. Óháð kunnáttu eða getu.
Skoðum dæmi;
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Ég fylgist alltaf spenntur með þegar Vigdís Hauksdóttir stingur niður penna. Skrif hennar einkennast af miklu ójafnvægi og yfirlæti sem á engann sinn líka. Mér hefur blöskrað margt af því sem hún hefur skrifað og skemmt er frá að segja fádæmalausar árásir á fólk út í bæ sem hún brigslaði við einhverskonar spillingarsamkrull Landsbankans og Samfylkingarinnar. Mig rekur ekki í minni til þess að þingmaður hafi gert svona áður þótt ugglaust sé hægt að finna einhvera samsvörun í gamla daga.
Færslan var horfin. Vonandi hefur henni blöskrað eigin skrif því eins og allir vita þá er batnandi fólki best að lifa. Það eru samt til afrit. Slitrur þessara skrifa er að finna í andmælum mínum gegn þeim og svo eru herlegheitin öllsömul hérna.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Hér hef ég merkt allar villur með rauðu. Rangar beygingar, ranga notkun forsetninga og stafi sem vantar. En ég skipti mér ekki af greinamerkjum. Greinin er samt morandi í greinamerkjavillum. Hvers eiga börnin í Gautaborg að gjalda að hafa svona íslenskukennara. Getur bara hver sem er gengið í hvaða starf sem er? Gæti ég tekið að mér skipsstjórn á Goðafossi án réttinda?
Maður sem er á kafi í flokkspólitík verður að gera meiri kröfur til sjálfs sín. Og þó hann megi gjarnan gagnrýna Vigdísi Hauks, þá verður það að vera á góðri íslenzku og ekki sakar að gagnrýnin sé málefnaleg. það er hún ekki í þessu tilefni. Þótt færslan sem Teitur vísar til sé ekki á blogginu undir þessari fyrirsögn, þá birtist efnið sem grein í Mogganum og varla hefur henni verið eytt þar!!!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Búin að laga. Takk ágæti Laxdal.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 13.2.2013 kl. 15:59
You're welcome Teitur
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2013 kl. 16:31
e.s það eru 2 n í búinn. sagnir beygjast eftir kyni, manstu...
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.2.2013 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.