13.2.2013 | 16:01
Kerlingarnar rífast en karlarnir taka í nefið
Sviðið er bein útsending frá Alþingi. Ef ég væri alkabarn þá væri ég hræddur. Formælingar, dylgjur og ásakanir einkenna þessa ofbeldissamkomu. Þó að ekkert skorti á formlegheitin þá dylst engum að samskiptaörðugleikarnir kalla á skilnað. Alþingi í dag er bara skrílssamkoma. Þjóðin kallar á þingrof og nýjar kosningar.
það er ekki nóg að endurskoða fundarsköp og fella niður þessa liði sem kallast; um fundarstjórn forseta og störf þingsins og ekki síst hálftíma hálfvitanna. Það er fólkið sem er vandamálið
Alþingismenn eru ekki samviska þjóðarinnar. þeir eiga að setja reglur og sinna eftirliti með framkvæmdavaldinu. Það gera þeir ekki í dag. Framkvæmdavaldið stjórnar þinginu og Brússel þingið semur reglurnar. Við gætum alveg eins lagt Alþingi niður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.