Ögmundur og Halla

Ögmundi og Höllu er oft ruglað saman við Eyvind og Höllu.  Það er ekki rétt.  Eyvindur og Halla áttu í útistöðum við yfirvaldið.  Þau voru vinsæl. Ögmundur og Halla eru yfirvaldið. þau eru ekki vinsæl.

Fært til núvirðis er skaðinn af Ögmundi og Höllu sízt minni en sá skaði sem bændur urðu fyrir vegna gripdeilda og sauðaþjófnaða Eyvindar og Höllu

Ögmundur og Halla banna okkur að stunda fjárhættuspil en þjóðin er á allt öðru máli. Aukningin í  veðmálaleikjunum hjá Íslenskri Getspá sannar það.  Nú getum við spilað 3 daga í viku og það er mikil eftirspurn.

Gæti ekki meira frelsi skapað betra samfélag?  Eigum við ekki að treysta fólki fyrir eigin ákvörðunum?
Hættum að ofsækja Eyvind og Höllu og rekum í staðinn Ögmund og Höllu í útlegð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband