22.2.2013 | 08:07
Rumpulýður úr Reykjavík
Á þingi sitja sextán grey
Sjálfstæðis í flokki
Sitt á boða brutu fley
og Birgir enn í sjokki
Glitni átti ágjarnt lið
í augum hafði glýju
Ávaxta réð ekki við
Illugi, Sjóð 9
Skarð er fyrir skildi fleinn
úr skaftinu er hrokkinn
Grandalaus má Gulli einn
gjalda fyrir flokkinn
Aðeins sá sem eitthvað á
er þeim einhvers virði
Blöndal lúinn leita má
að lausu fé með hirði
Á fjórða ári flokkurinn
fann að lokum spyrnu
er Ólöf lætur lykil sinn
í lófa Hönnu Birnu
Flokkur: Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 08:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.