Siðferðilega rangt að afgreiða þetta frumvarp

Ríkisstjórn sem nýtur aðeins 20% fylgis úti í þjóðfélaginu á ekki að reyna að koma svona frumvarpi í gegnum þingið á lokadögum valdasetunnar.  Lögin um fiskveiðistjórnunina eru nógu vitlaus fyrir þótt ekki sé reynt að þvæla þau enn meir.  Þjóðin á að ráða kvaða kerfi á að nota.  Og þjóðin á að ráða hver verðmiðinn verður.  Ég mæli með einföldu dagakerfi og frjálsri sókn sem taki mið af gæðastýringu í stað magns. Einnig verði allur afli að fara í gegnum uppboðsmarkað þar sem 20% af kílóverðinu renni í auðlindasjóð sem úthlutar þessum arði samkvæmt mjög ströngum reglum til ákveðinna byggðaverkefna. Stjórnmálaflokkar eigi enga aðkomu að þessum sjóði.

Ef afli er fluttur landleiðis á milli byggðarlaga þá leggist sérstakt flutningsgjald á hvert kíló sem renni í vegasjóð til að mæta viðhaldskostnaði vegakerfisins vegna fiskflutninganna. 

Að öðru leyti á ríkið ekki að skipta sér af því hvernig fyrirtæki gera út eða hvernig þau ráðstafa sínum hagnaði.  Kerfið sem nýja frumvarpið byggir á, er  fáránlegt og leiðir til fjöldagjaldþrota.  Það segja allir sem hafa skoðað það. Enda mismunar það útgerðarflokkum og eykur völd stjórnmálamanna.  Það eitt er óásættanleg ríkisvæðing á þessari grundvallaratvinnugrein.  Ekki von að kellingar eins og Lilja Rafney eða Ólína skilji það.


mbl.is Fulltrúar Samfylkingarinnar með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband