Kjördæmaspilltur Björn Valur

Í nýjasta pistli sínum fjallar nýkjörinn varaformaður VG, Björn Valur, um fyrirhugaða atvinnu uppbyggingu á norðaustur horni landsins. Nánar tiltekið á Bakka við Húsavík, sem svo einkennilega vill til að er einmitt í hans eigin kjördæmi og fyrrverandi formanns VG, alltumlykjandi ráðherrans Steingríms J Sigfússonar. Í inngangi sínum fjallar Björn Valur um viðvarandi fækkun starfa á þessu svæði og birtir línurit máli sínu til stuðnings. En skyldu Vinstri Grænir ekki bera sína ábyrgð á stöðu landsbyggðarinnar til jafns við aðra í fjórflokknum?  Ég myndi nú halda það. Ætti Björn Valur ekki að skoða tölur um samþjöppun aflaheimilda á svæðinu og tilsvarandi fækkun starfa og eyðingu byggða? Það er nefnilega beint samband á milli stóriðjuáforma og kvótakerfisins sem ekki má breyta. Þegar Halldór Ásgrímsson var búinn að stela lífsbjörginni frá byggðunum á Austfjörðum þá var byggð álbræðsla á Reyðarfirði og tilsvarandi vatnsaflsvirkjun á Kárahnjúkum sem sárabót fyrir kvótaþjófnaðinn. Þar beyttu 2 ráðherrar kjördæmisins sér í stórfelldu kjördæmapoti. Valgerður Sverrisdóttir og Halldór Ásgrímsson.

Núna ætla VG að leika sama leikinn á Bakka. Í staðinn fyrir, að gefa veiðar frjálsar og rýmka til í steingeldri landbúnaðarstefnu og orkustefnu, þá er ríkið látið fjármagna kosningavíxilinn fyrir VG í þessu kjördæmi með milljarða króna innspýtingu í þetta litla hagkerfi á næstu árum. Innspýtingu sem öll er tekin að láni og sem engin þörf er á, ef fólki yrði leift að byggja sjálft sína afkomu á því sem svæðið hefur upp á að bjóða. Vaðlaheiðargöng og fyrirhugaðar mannvirkjaframkvæmdir á Bakka eru dæmi um svívirðilegt kjördæmapot sem brýnt er að stoppa af með breytingum á stjórnarskránni.

Björn Valur ætti að sjá sóma sinn í því að berjast fyrir afnámi kvótakerfisins og hætta að sleikja slorgatið á stórútgerðar auðvaldinu. Stórútgerðin er nefnilega farin að stjórna hér alltof miklu. Þar liggur meinið í samfélaginu. Þjónkun stjórnmálamanna við einokunarkapitalismann. En auðvitað sér Björn Valur ekki þessa vá.  Hann er of upptekinn við að gelta að ímynduðum óvinum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband