9.3.2013 | 22:43
Ákvarðanafælinn ráðherra
Tilhvers í andskotanum er þessi maður í pólitík? Ef hann hefur ekki manndóm til að fylgja eigin stefnumálum eftir á hann að snúa sér að öðru. Sá sem hræðist ákvarðanatöku á ekki að vera í fararbroddi róttækrar stjórnmálahreyfingar. Ég hélt að þegar Ögmundur væri sestur í stól samgönguráðherra, að þá færi eitthvað að gerast varðandi strandsiglingarnar. Nú hafa 4 ár farið til spillis og vegakerfið bíður þess varla bætur að ekki hafi verið gert átak til að koma þungaflutningum af vegunum og eftir sjóleiðinni í staðinn. Endalaust kjaftæði og ákvarðanafælni hefur tafið þetta þjóðþrifamál og nú eru allar líkur á því að markmiðið náist ekki nema að mjög litlu leyti.
Það verður að taka þetta föstum tökum. Það verður að endurvekja Skipaútgerð Ríkisins og láta 2 skip sinna þessum flutningum svo gagn sé að. Það á ekki að leyfa Eimskip og Samskipum að hirða bestu bitana með því að ætla núna að koma við á 2 höfnum fyrir vestan og norðan. Það á að bjóða strandsiglingar út og skilyrða ákveðna þjónustu við landsbyggðina og veita þeim sem býður best sérleyfi á strandsiglingum gegn fullri þjónustu. Það er hið eina rétta. Hvaða hagsmuni er Ögmundur að vernda hér? Skilur hann ekki hvað einokunarskipafélögin eru að gera? Þau eru bara að koma með mótleik og tefja málið. Svo þegar Ögmundur er farinn úr embætti þá munu þau hætta þessum gervi strandsiglingum undir því yfirskyni að þær borgi sig ekki.
Útboðið sett í bið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Facebook
Athugasemdir
Það er engin ástæða til þess að ríkið sé að fara af stað með slíkt útboð þegar bæði Samskip og Eimskip fyrirhuga strandsiglingar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.3.2013 kl. 01:18
Þú fellst semsagt ekki á þau rök sem ég held fram Axel? það er auðvitað þitt mál en hvað heldurðu að þessi sýndarleikur aflétti miklum þungaflutningum af vegakerfinu? Það er jú aðalástæðan fyrir því að setja þetta verkefni á koppinn. Þú ert af sömu kynslóð og ég og veizt hvað strandflutningarnir skiptu miklu máli fyrir landsbyggðina. Sköpuðu vinnu og umsvif og þennan margumrædda hagvöxt úti á landi. Eimskip og Samskip eru ekki að fara af stað með slíka þjónustu. Enda hata þessi fyrirtæki þessa hugmynd. Þau eiga bæði öflug landflutningafyrirtæki sem myndu missa spón úr aski.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.3.2013 kl. 02:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.