Af hverju er Strætó á fésbók?

Mér þætti gaman að heyra haldbær rök fyrir því að opinber þjónustufyrirtæki eigi eitthvert erindi á samfélagsvef eins og fésbók.  Sérstaklega ef þessi fyrirtæki þola ekki neikvæðar athugasemdir og beita ritskoðun.  Og hvað með kostnaðinn við að hafa manneskju á launum við að sinna þessu?

Mín skoðun er, að fyrirtæki og stofnanir þurfi að endurmeta ávinninginn af þessari nýjung. Það er auðveldlega hægt að valda ófyrirséðu tjóni á ímynd með röngum ásökunum.  Ásökunum sem eru kannski byggðar á misskilningi eða ósönnuðum staðhæfingum óánægðra viðskiptavina.

Í þessu tilviki þá stendur orð gegn orði. Ef Strætó hefði ekki gefið höggstað á sér með því að halda úti opinberri síðu á opinberum samfélagsvef þá hefði þessi atburður aldrei orðið fréttaefni.  


mbl.is Börnum hent úr strætó um miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem stjórna hjá Strætó bs.  eru aular !

Ef upp kemur eitthvað mál sem þessir stjórnendur Stætó bs. þurfa að svara , þá sýna þessir stjórnendur bara aulaskap !

Annars vil ég fá mitt Stætisvagna Reykjavíkur, þar sem  þjónusta við fólkið í Reykjavík er aðalmálið !

Ekki fyrirtæki fyrir fræðinga sem ekki skilja þarfir fyrir venjulegt fólk !!!

JR (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 19:53

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er ekki réttara að segja , að þeir sem stjórnuðu voru aular, JR.  Ég held að núverandi framkvæmdastjóri sé að gera gott úr fortíðarmistökum.   En hitt er rétt að það er verið að gera of mörgum til hæfis. Það þarf að einfalda kerfið.  Hafa fleiri tengingar við aðrar leiðir og auka tíðni ferða milli þessara tengipunkta.  það á ekki að þurfa að taka klukkutíma að ferðast á milli miðborgar Reykjavíkur og miðbæjar Hafnarfjarðar.  Og af hverju hefur engum dottið í hug að byggja sporvagnakerfi í þéttbýlustu hverfum Reykjavíkur?  Rafmagnssporvagnar hafa marga kosti fram yfir þessa hefðbundnu vagna. Til dæmis gætu þeir keyrt allan sólarhringinn mannlausir.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.3.2013 kl. 20:23

3 identicon

Strætó hefur eytt kvörtun frá mér á Facebook

Ég held að þeir vilji bara hafa jákvæð krútt komment á fésinu hjá sér

Edda Björk Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 21:26

4 identicon

Nei, þeir sem eru að stjórna í dag  og í gær eru aular !

Ég vil fá mitt Strætisvagnar Reykjavíkur  , þar sem verið var að þjónusta fólk !

Gamla leiðakerfið í Reykjavík gerði ráð fyrir því að fólk notaði strætó og þess vegna var leiðakerfið gott !

Í dag er bara háskólalært fólk meða enga tilfinningu fyrir þörfum fólks, heldur eigið egó um flott ,,graf"  sem þjónar engum , látið vinna leiðakerfið !!!

JR (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 00:25

5 identicon

Þar sem þau eru opinbert fyrirtæki ættu þau að sjálfsögðu að vera á Facebook, fyrirtæki ættu að vera á facebook til að ná til fólks og svara gagnrýni og bæta sig og leiðrétta misskilinga. Að mínu mati eiga opinberar stofnanir og fyrirtæki að vera á facebook og eiga að svara gagnrýni, en ekki að eyða þeim.

Strætó hefur staðið sig afar illa í samskiptum sínum við notendur sína, siðan þeirra er erfitt að nota og skilaboð reglulega röng. Ef þeir hætta nú á facebook er það skref aftur á bak í bættum samskiptum Strætó, þeir verða bara taka sig á og ekki ritskoða athugasemdir sem þeim líkar ekki við.

Strætó myndi fá minna af slæmri umfjöllun á facebook siðuna sína ef þeir bættu þjonustuna, ég hef sent skilaboð nokkrum sinnum á Strætó til að gagngrýna villandi upplýsingar á siðunni þeirra, alvarlega galla í pöntunarkerfi þeirra og t.d. vagnstjórna sem talaði í sima í 15 mina ferðalagi minu með vagningum án þess að nokkur timan leggja hann frá sér. All þetta hefur verið hunsað. Með tilkomu Facebook geta þeir ekki hunsað slíka gagngrýni og verða að taka sig á.

JR, þetta "háskólalært fólk" comment er fáranlegt. Er það allt í einu slæmt að vera lærður? Borgin hefur breyst mikið frá þvi að Strætisvagnar Reykjavíkur var til og það hefði ekki verið raunhæft að halda í sama leiðakerfi og var þá. Það hafa orðið til tugi nýrra hverfa í öllum sveitarfélögunum sem eiga aðild að Strætó og þau sjálf eru illa skipulögð og gera ekki ráð fyrir almenningssamgöngum. Þetta "háskólalærða" fólk er einfaldlega að reyna að aðlaga kerfið að mjög illa skipulögðum bæjarfélögum. Gömlu hverfin eru ekkert betri og borgarskipulagsmál hafa lengi hunsað þörfina fyrir góðum almenningssamgöngum.

Einar (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 06:30

6 identicon

það er vandamálið með kommentin að þar sést strax hverjir eru aularnir hinir setja gagnrýnina fram á yfirvegaðann og kurteisann hátt,  á þá er hlustað  og  á þeim er tekið mark 

Guðbrandur Sverrisson (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 12:08

7 identicon

Jóhannes þú ert ss. óbeint með þessum pistli þínum að ljúgkenna þessar stelpur ? Á hverju byggist þessi misskilningur ? Þær lentu í strætóbílstjóra sem hagar sér eins og fáviti og benda réttilega á þetta á mjög almennilegan og skilvísann hátt. Strætó notar hinsvegar ekki samfélagsmiðilinn til þess að svara, þessu, segjast ætla að skoða málið eða biðja þær afsökunnar. Strætó ákveður bara að gefa skít í þær enda fynnst strætó greinilega að "krakkaskítar" skipti ekki máli og mér sýnist þú vera sami þöngulhausinn.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 29.3.2013 kl. 13:05

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Arnar mér finnst þú ganga nokkuð langt í að gera mér upp skoðun og ráðast svo á mig vegna hennar!  Ef þú hefur ferðast með strætó þá ættirðu að vita hvernig bílstjórar fylgjast með því að rétt sé greitt. Í þessu sérstaka tilfelli þá held ég að ekki hafi farið á milli mála að stúlkan reyndi að svindla á fargjaldinu. Viðbrögð vagnstjórans má auðvitað fordæma, en þau eru eflaust samkvæmt reglum sem fyrirtækið setur.

En pistillinn var ekki um þetta sérstaka mál. Pistillinn var um, hvort rétt væri eða nauðsynlegt af fyrirtæki eins og Strætó BS að vera á fésbókinni, sérstaklega í ljósi þess að það beitir ritskoðun og þolir ekki neikvæðar athugasemdir.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.3.2013 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband