29.3.2013 | 15:36
Auðvelt val í kjörklefanum
Ég skil ekki hvað getur vafist fyrir fólki í Alþingiskosningunum í vor. Hvað mig varðar þá var það ljóst að ég myndi greiða Pírötum atkvæði mitt nánast áður en það framboð var kynnt til sögunnar. Nákvæmlega á sömu forsendum og ég kaus Best Flokkinn í síðustu sveitastjórnarkosningum.
Íslenskt þjóðfélag er svo gjörspillt að því verður ekki breytt á forsendum fjórflokkakerfisins. Og þótt Besti Flokkurinn hafi ekki risið undir væntingum þá sýndi árangur hans að það er hægt að brjóta fjórflokkinn á bak aftur. Þess vegna þurfa allir sem vilja varanlega breytingar á þessu samfélagi að fylkja sér um framboð Pírata í öllum kjördæmum. Verum ekkert hrædd við að kjósa óþekkta einstaklinga. Það er stefnan sem skiptir máli. Og ólíkt fjórflokknum þá getum við haft áhrif á stefnuna án þess að vera hrædd um að einhverjir annarlegir hagsmunir breyti henni eftirá.
- Píratar taka afstöðu eftir málefnum. það er skynsamleg stefna.
- Píratar vilja efla lýðræðið. það er skynsamleg stefna
- Píratar vilja efla þáttöku almennings í ákvörðunum. Það er skynsamleg stefna
- Píratar vilja opið og gegnsætt þjóðfélag. Það er skynsamleg stefna
- Píratar standa vörð um persónufrelsi. það er skynsamleg stefna
Þetta allt skiptir sköpum. Það skiptir ekki mestu máli hvort við afnemum verðtryggingu. Þá ákvörðun getum við tekið í þjóðaratkæðagreiðslu eftir að við tryggjum að hér verði lögfest nútímaleg stjórnarskrá. Sama gildir um fiskveiðistjórnunar-fyrirkomulagið.
ÁFRAM X-Þ
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.