Fælingin felst í forræðishyggjunni

VG er flokkur forræðishyggju og öfgafeminisma.  Það er staðfest í stefnu þeirra. Þess vegna völdu þau Álfheiði Ingadóttur og Svandísi Svavarsdóttur sem talsmenn flokksins. Þess vegna er hann lítill flokkur. 7% kjósenda finnst svona forræðishyggja nauðsynleg.  93% kjósenda finnst það ekki.  Þetta er skýringin á fylgi flokksins í skoðanakönnunum í dag. Það hefur ekkert með innanflokksátök að gera.  21% fylgi í síðustu kosningum var slys.  Eða þvingað val. Og það er merki um dómgreindarbrest að tala um fylgishrun þegar þetta fylgi hverfur annað. Verkefni Katrínar Jakobsdóttur er að stöðva flóttann í eigin liði. Ekki að reyna að höfða til nýrra fylgismanna.  

Því þrátt fyrir vísbendingar um annað þá er meirihluti fólks ekki fífl


mbl.is Katrín: „Það hafa verið átök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sjö prósent er sjö prósentum of mikið ég get ekki með nokkru móti ímindað mér að fólk hafi svo mikla sjálfseiðingarhvöt að kjósa VG Aftur

Jón Sveinsson, 7.4.2013 kl. 15:24

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jú þessi 7% munu gera það Jón.  Og það er í sjálfu sér allt í lagi. Hins vegar er ekki í lagi að lokka fólk til fylgilags með því að ljúga til um stefnumálin.  Það sem gerðist 2009 var að 7% flokkurinn fór að stjórna okkur hinum 97%.  Það er afbökun á lýðræðinu

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.4.2013 kl. 15:35

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mun aldrei kjósa VG aftur!

Sigurður Haraldsson, 7.4.2013 kl. 16:47

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég var líka einn af þeim sem lét blekkjast.  Viðurkenni það fúslega enda varði ég aðgerðir stjórnarinnar framan af.  Uns ég áttaði mig á að þetta voru skipanir frá AGS.  Og VG hafði ekki manndóm til að standa vörð um hagsmuni almennings í stríðinu við alþjóða kapitalið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.4.2013 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband