Hver þarf á ESB að halda?

Tilgangurinn með ríkjabandalagi eins og ESB er að opna landamæri, afnema viðskiptahindranir, sameina þjóðir og tryggja frið. Allt fín markmið en algjörlega óþörf á 21.öldinni þegar 99% Evrópubúa er beintengdur við Internetið.  Á Internetinu eru allir jafnir, engin landamæri, engar styrjaldir, engin kynþáttahyggja, engin kreppa og engin verðbólga.

Internetið er Útópían sem við leituðum að á hippatímanum.  En það er ekki sjálfgefið að við fáum að eiga þessa útópíu í friði.  þess vegna er svo mikilvægt að standa vörð um það Internetið og efla áhrif pírata á þjóðþingum allra landa. Ég hef séð Internetið þróast og þroskast í 17 ár.  Internetið hefur kennt mér mikilvægi einstaklingsfrelsisins.  Það má aldrei skerða. En auðvitað er ekki allt jafn gott eða jafn jákvætt. Internetið geymir líka allt hið ljótasta sem mannlegt eðli býr yfir.  það liggur í eðli þessa samfélags.  En við getum valið það sem við viljum.  Það þarf enginn að sjá það sem hann ekki vill.  það er engu troðið uppá fólk sem það ekki vill.

Helsti galli Internetsins felst í hugbúnaðinum sem er notaður.  Það þarf að gera allan nethugbúnað frjálsan.  Fyrr verður ekki hægt að taka á tölvuglæpum.  Einokunaraðilar eins og Microsoft stuðla beinlínis að tölvuglæpum. Afnám höfundarréttar er öryggisatriði en ekki spurning um að stela hugverkum annarra. Og að banna að fólk skiptist á efni er eins og að ætla að banna bókasöfnum að lána efni.

Annað sem þarf að koma á fót er sameiginlegur gjaldmiðill. Og Það er núna verið að því. Þá verður ekki þörf fyrir physical gjaldmiðil eins og krónu eða dollar eða evru. Í framtíðinni munu öll viðskipti fara fram á rafrænu formi með sameiginlegum gjaldmiðli. Þá verður engin þörf fyrir banka, allavega ekki í því formi sem við þekkjum í dag. Stjórnmálamenn sem skynja þetta, skilja þetta og eru tilbúnir að hjálpa til við að móta þessa framtíð, eru stjórnmálamenn morgundagsins.

Píratar eru eina stjórnmálaaflið á íslandi sem skynjar og skilur mikilvægi Internetsins fyrir tilveru okkar. Á Internetinu erum við öll anarkistar.  Þess vegna er svo mikilvægt að Internetið haldi áfram að þróast án afskipta þeirra sem stýra hefðbundnum viðskiptum, stjórnmálum og milliríkjasamskiptum.

Piratar eru fjöldahreyfing en ekki hefðbundinn stjórnmálaflokkur.  Allir sem vilja geta verið með.

Kjósum X-Þ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

við að mínu mati - bara að afnema viðskiptahindranir er nóg

Rafn Guðmundsson, 7.4.2013 kl. 15:24

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú meinar tolla.  Ef menn nýta sér stærð og möguleika Internetsins þá stóraukast tekjurnar og engin þörf verður fyrir tolla.  Og verndartollar eru tímaskekkja og partur af forræðishyggjunni sem við verðum að útrýma.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.4.2013 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband