Hvar er kosningavefur RUV?

Var ekki búið að skipa þessum apaköttum að fjalla um kosningaframboðin á hlutlægan hátt?  Mikilvægast í því sambandi hlýtur að vera að hægt sé að nálgast upplýsingar á einum stað á vefnum  ruv.is.  Ekkert slíkt er að finna á vef útvarps allra starfsmanna.  Sennilega ekki talin þörf að kynna framboð sem snýst ekki um starfsmennina sjálfa eða stofnunina.  Og sem dæmi um áhugaleysið, þá er ekki einu sinni hægt að sjá hvaða fólk stýrði flokkakynningunni í sjónvarpinu í dag. Eina sem kemur fram er, að ritstjórinn væri Sigríður Hagalín Björnsdóttir.  Mig varðar ekkert um það. Ég vildi vita hvaða dónar töluðu niður til Sturlu Jónssonar.  Ef RUV ætlar að sinna lögbundnu hlutverki sínu með þessum hætti þá er það að grafa undan sjálfu sér.  það er nefnilega ekki víst að fjórflokkurinn verði alltaf til staðar að verja þá spillingu sem viðgengst á þessum ríkisrekna fjölmiðli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Reykdal

http://www.ruv.is/althingiskosningar-2013

Jóhannes Reykdal, 7.4.2013 kl. 16:34

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Fyrirgefðu nafni, hvernig á fólk að átta sig á að X-B sé kosningavefur RUV?  Ég hélt eins og flestir að þetta væri kosningavefur Framsóknarflokksins

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.4.2013 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband