8.4.2013 | 17:02
Hugrakkur dómari
Sú ákvörðun Péturs Guðgeirssonar að banna málssvörum myrkrahöfðingjanna, Gesti Jónssyni og Ragnari Hall að segja sig frá Al Thani málinu, er lofsvert framtak eins manns , í átt að afglæpavæðingu Íslands. Frekjan í þessum lögræðingum, sem hafa sérhæft sig í að verja hvítflibbaglæpamenn kallar á ný vinnubrögð dómara og saksóknara.
Áfram Pétur Guðgeirsson, allir réttsýnir menn styðja ákvörðun þína
Dómarinn sagði nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst miður að sjá orðbragð eins og „myrkrahöfðingjanna“ og nafngreina lögmennina.
Í dómstólunum er kurteysisvenjur ríkjandi sem eru til fyrirmyndar. Þar ávarpa menn hvorn annan gjarnan: „Háttvirtur andstæðingur“. Síðan geta komið í framhaldi ýmsar glósur á borð við: Þér hafið rangt fyrir yður með því að fullyrða.....
Varast ber að ganga of langt.
Kveðja
Guðjón Sigþór Jensson, 8.4.2013 kl. 17:45
Mér finnst þetta nú óþarfa viðkvæmni Guðjón. Málaflutningsmenn hafa þann starfa að verja ákærða fyrir dómi þar á meðal myrkrahöfðingja eins og þessa.
Skúli Víkingsson, 8.4.2013 kl. 17:58
Ef þessir lögmenn eru kallaðir „myrkrahöfðingjar“ hvað eru þá þeir réttilega nefndir sem þeir eru að verja? „Yfirmyrkrahöfðingjar“ eða „Erkimyrkrahöfðingjar“ sbr. erkibiskup, yfirbiskup.
Guðjón Sigþór Jensson, 8.4.2013 kl. 18:09
Guðjón hvernig útskýrir þú fullyrðingu þessara lögmanna á blaðamannafundinum að sakborningar séu saklausir?
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2013 kl. 18:23
Ekki gleyma að þessir sömu menn voru aðalverjendur Jóns Ásgeirs í Baugsmálunum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2013 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.