Hugrakkur dómari

Sú ákvörðun Péturs Guðgeirssonar að banna málssvörum myrkrahöfðingjanna, Gesti Jónssyni og Ragnari Hall að segja sig frá Al Thani málinu, er lofsvert framtak eins manns , í átt að afglæpavæðingu Íslands.  Frekjan í þessum lögræðingum, sem hafa sérhæft sig í að verja hvítflibbaglæpamenn kallar á ný vinnubrögð dómara og saksóknara. 

Áfram Pétur Guðgeirsson,  allir réttsýnir menn styðja ákvörðun þína


mbl.is Dómarinn sagði nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst miður að sjá orðbragð eins og „myrkrahöfðingjanna“ og nafngreina lögmennina.

Í dómstólunum er kurteysisvenjur ríkjandi sem eru til fyrirmyndar. Þar ávarpa menn hvorn annan gjarnan: „Háttvirtur andstæðingur“. Síðan geta komið í framhaldi ýmsar glósur á borð við: Þér hafið rangt fyrir yður með því að fullyrða.....

Varast ber að ganga of langt.

Kveðja

Guðjón Sigþór Jensson, 8.4.2013 kl. 17:45

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Mér finnst þetta nú óþarfa viðkvæmni Guðjón. Málaflutningsmenn hafa þann starfa að verja ákærða fyrir dómi þar á meðal myrkrahöfðingja eins og þessa.

Skúli Víkingsson, 8.4.2013 kl. 17:58

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ef þessir lögmenn eru kallaðir „myrkrahöfðingjar“ hvað eru þá þeir réttilega nefndir sem þeir eru að verja? „Yfirmyrkrahöfðingjar“ eða „Erkimyrkrahöfðingjar“ sbr. erkibiskup, yfirbiskup.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.4.2013 kl. 18:09

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Guðjón hvernig útskýrir þú fullyrðingu þessara lögmanna á blaðamannafundinum að sakborningar séu saklausir?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2013 kl. 18:23

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki gleyma að þessir sömu menn voru aðalverjendur Jóns Ásgeirs í Baugsmálunum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.4.2013 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband