Piratar eru ekki feminiskur flokkur

Að tengja öfgafullar skoðanir eins frambjóðanda við stefnu Pirata í jafnréttismálum er ómaklegt.  Þeir sem lesa ummæli þessa Inga Karls Sigríðarsonar, sjá að þar fer saman vanþroski og vanstilling. Og ummælin er ekki hægt að afsaka eða taka til baka.  Þess vegna er það gott mál hjá Gísla Ásgeirssyni að vekja athygli á þessu.

En hins vegar finnst mér stór munur á innleggi Helga Hrafns á síðunni hjá Sverri Stormsker og sjúklegum órum Inga karls í garð Hildar Lilliendahls.  Og hvað um það þótt Helgi Hrafn bjóði Kolbrúnu Halldórs að hoppa upp í óæðri endann á sér?  Er það honum til lasts 6 árum síðar?  Það held ég ekki.  Eru menn búnir að gleyma orðum Þórunnar Sveinbjörnsdóttur?

Ég er ekki í Pirataflokknum en ég hvet menn til að kjósa hann. Og ekki skemmir fyrir að flokkurinn er ekki feminiskur flokkur.  Flest ungt fólk er jafnréttissinnað og hafnar þeirri öfgahyggju sem feministar standa fyrir. Enda byggir feminismi í grunni á því að konur eigi að njóta forréttinda á grundvelli kynferðis.  Flest skynsamt fólk í andlegu jafnvægi hafnar slíkum hugmyndum.


mbl.is Hvetja til útstrikana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Bið afsökunar á villuboðum sem kunna að hafa birst síðustu mínútur.  Ástæðan var sú að ég ákvað að tengja færsluna við frétt íá mbl.is til þess að auka lesturinn.  Mér finnst að bloggumfjöllun hafi verið ósanngjörn á margan hátt.  Til dæmis hjá Agli Helgasyni en honum er vorkunn, það er gúrkutíð hjá Samfylkingar analfetunum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.4.2013 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband