Kerfisvandinn á Íslandi

Ég hef ekki tekið þátt í þessu þrasi í aðdraganda kosninga af þeirri einföldu ástæðu að umræðan er lítilsigld og hefur ekki til þessa tekið á neinu af hinum stóru vandamálum sem við er að etja. Og þrátt fyrir öll þessi nýju framboð er ekki eitt sem boðar uppstokkun á þeim kerfisvanda sem er ástæðan fyrir þessari stjórnmálakreppu sem hér ríkir.

Kerfisvandi okkar er fjórþættur:

  • Opinbera kerfið
  • Lífeyrissjóðakerfið
  • Landbúnaðarkerfið
  • Sjávarútvegskerfið

Og um þetta fjórhöfða skrímsli stendur vörð, fjórhöfða hundur, oftast kallaður fjórflokkurinn.  Þennan fjórhöfða hund þarf að afhöfða.  Það er forgangsverkefni.  Öðruvísi er engu hægt að breyta.

Hér vantar ekki 17 ný framboð um sömu gömlu lausnirnar í mismunandi umbúðum. Hér vantar eitt framboð, með framtíðarsýn fyrir þessa sundurlyndu þjóð.  Og til þess að það framboð nái völdunum af fjórflokknum þá þarf fólkið, kjósendurnir í þessu landi að átta sig á að fjórflokkurinn er löngu hættur að vinna fyrir fólkið og er í raun aðeins að vinna fyrir KERFIÐ.  Þetta kerfi sem búið hefur verið til um sérhagsmuni en ekki almannahagsmuni.

Þess vegna er svo mikilvægt fyrir fjórflokkinn að stýra umræðunni. 
Þess vegna snýst þessi kosningabarátta um aukaatriði en ekki grundvallaratriði. 

Því þótt skuldavandinn verði leystur á kostnað útlendra vogunarsjóða þá höldum við áfram að hafa það skítt.  Og við höldum áfram að hafa það skítt vegna þess að það verður haldið áfram að stela af okkur stórum hluta launanna til þess að viðhalda Kerfinu sem er grundvöllurinn að vandanum sem býr til öll hin skammtímavandamálin og skammtímalausnirnar sem fjórflokkurinn byggir tilvist sína á.  Að færa fólki skammtímalausnir á skammtímavanda. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband