Þau gáfu hrægömmum bankana

Að gefa vinum banka er spilling en gefa óvinum banka eru landráð.  En það er einmitt það sem ríkisstjórn Jóhönnu gerði. Endurreisn Kaupþings og Glitnis, með því að afhenda þá kröfuhöfunum var eitt af stóru axarsköftum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.  Afleiðingarnar urðu hið fræga umsátur í stað skjaldborgar.  Þess vegna var Samfylkingunni refsað. Hugsanlega hefði verið hægt að fyrirgefa þeim óheilindin í sambandi við icesave og ESB umsóknina og jafnvel svikin í kvótamálinu og stjórnarskrármálinu.  En aðförin að efnahagslegu sjálfstæði tugþúsunda heimila er ekki hægt að fyrirgefa.  Ef fólkið í fílabeinsturninum skilur þetta ekki eða vill ekki skilja, þá  þurfa þau að fara í naflaskoðun eða skipa sannleiks og sáttanefnd til að átta sig á því hvar flokkinn bar af leið. Það þýðir ekkert að benda á hvert annað.

Og auðvitað á öll forysta flokksins að víkja. Það gengur ekki að hafa bankaumboðsmanninn Árna Pál, Kínaumboðsmanninn Katrínu og Björgólfsleppinn Vilhjálm Þorsteinsson í forystu fyrir jafnaðarmannasamtökum sem kenna sig við félagshyggju og jöfnuð.  Það er bara sjálfsögð kurteisi við heiðarlega jafnaðarmenn. Nema þau kjósi að einangrast og verða minnsta Samspilling sértrúarmanna um ESB aðild í Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nú er umsátrinu um heimilin lokið! Og Framsóknarflokkurinn kemur og bjargar okkur og þjóðnýtir bankana.

Ísland verður frjáls og fullvalda ríki á ný, vonandi strax í júní.

Skeggi Skaftason, 29.4.2013 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband