BjarN1 Ben og Berlusconi

Vafasamir viðskiptavafningar sem BjarN1 Ben kom að, í aðdraganda hrunsins munu þvælast fyrir honum þangað til dómstólar hafa skorið úr um sekt eða sakleysi.  Þetta tengist beint gjaldþroti Glitnis, björgun Þáttar og Milestone og sölu Bjarna Ben á eigin hlutabréfum í Glitni vegna innherjaupplýsinga.  Margt er líkt með stöðu Berlusconi og Bjarna Ben.  Flestir telja þá skúrka sem hafi sloppið undan réttvísinni vegna pólitískra ítaka í dómskerfinu.  Í stjórnarandstöðu gat Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn kannski ýtt þessu óþægilega máli frá sér og vonað að það gleymdist en nú dúkkar það óhjákvæmilega upp aftur þegar hætta er á að BjarN1 komist í ríkisstjórn og verði jafnvel forsætisráðherra.   Er þetta kannski ástæðan fyrir loðnum yfirlýsingum Ólafs Ragnars um komandi ríkisstjórnarmyndun.  Hefur Ólafur áhyggjur af þessari stöðu Bjarna sem hugsanlegs sakbornings, þegar og ef sérstökum saksóknara gefst tími til að skoða þessi vafningsmál betur.  Allt þetta þarf nú Sjálfstæðisflokkurinn að leggjast yfir aftur.  Það þurfa nefnilega allir að gera upp við fortíðina, líka formenn FLokksins.  Allir 3.   Davíð, Geir og BjarN1.  Geir er búinn að því, nauðugur þó.  En hinir þumbast báðir við.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikil og merkileg grein hjá þér, Jóhannes Laxdal. Svona menn eins og þú sem vita meira um saknæma gerninga annarra finnast ekki á hverju strái. Þú ert séní, Jóhannes Laxdal. Biddu sérstakan ríkissaksóknara að nýta þínan visku strax á morgun til bjargar þessari þjóð. Jóhannes Laxdal, ég sakna þess innilega að gáfur þínar hafi ekki fengið útrás fyrr. Þjóðin er í sárum yfir því að gáfur þínar hafi ekki komið fram fyrr. Þú getur flett upp í 65 heilsíðum í sannleiksritinu DV um sekt Bjarna Ben og þú átt ævistarf fyrir höndum. Gerðu svo upp fortíðina sjálfur.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 22:47

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég mundi nú frekar flokka þetta undir stjórnmálaskýringu en lögfræði, Örn Johnson.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.4.2013 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband