Alþingi verði kallað saman strax

Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Alþing verði kallað saman þótt ríkisstjórnarmyndun sé ekki frágengin.  Samkvæmt stjórnarskránni er Alþingi óháð framkvæmdavaldinu sem slíkt og næg eru verkefnin framundan.  Það þarf til dæmis að ganga í það að klára stjórnarskrána og boða síðan aftur til kosninga.   Í þeim kosningum verða síðan flokkarnir að hreinsa út hrunþingmennina og aftursætisbílstjórana. Og sérstaklega þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fara í rækilega hundahreinsun og losa sig við formanninn og þingmenn hrunstjórnarinnar.  Fyrr verða þeir ekki stjórntækir í þjóðstjórn allra flokka sem vel hefði komið til greina núna ef Bjarni hefði ekki verið að þvælast fyrir með vafninginn um hálsinn.
mbl.is Minnihlutastjórn möguleg?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Nú er Birgitta búin að kjafta frá því sem er í gangi í stjórnarmyndunarviðræðunum og sennilega hleypa upp ferlinu. Þá er það á hreinu að sumum er ekki einu sinni treystandi til að halda kjafti um viðkvæmar viðræður þannig að endingin verður tveggja flokka stjórn frammara og sjallanna. Til hamingju Birgitta!

corvus corax, 1.5.2013 kl. 10:37

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvað er í gangi og hverju kjaftaði Birgitta frá?  Ég er bara alls ekki sammála því að það eigi að vera leynd yfir stjórnarmyndunarviðræðum.  Okkur kemur öllum við hvaða þreifingar eru í gangi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.5.2013 kl. 10:57

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Er ekki Birgitta yfirlýstur andstæðingur leyniplottsstjórnmála.

hilmar jónsson, 1.5.2013 kl. 11:00

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Spillingarteppið er stórt og þungt af áratugadrullu.  Það er ekki nóg að Birgitta ein sé að lyfta einu horni.  Það þurfa fleiri að leggja henni lið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.5.2013 kl. 11:17

5 Smámynd: corvus corax

Það er augljóst hverjum þeim sem kann að lesa að Birgitta er búin að gefa vísbendingu um að í gangi séu viðræður um hugsanlega minnihlutastjórn þar sem Píratar yrðu ekki í stjórninni en gætu vel hugsað sér að styðja slíka minnihlutastjórn ef til kemur. Og ef að líkum lætur þá fylgja slíkum stuðningi ákveðin völd, bitlingar og loforð um að þoka áleiðis ákveðnum stefnumálum þeirra sem greiðslu fyrir stuðninginn. Og síðast en ekki síst er þetta vatn á myllu kölska, eða eigum við að segja olía á eldinn hjá ofsareiðum sjöllum sem finnst sem gengið sé framhjá sjálfum aðalflokknum og erfðaprinsi Engeyjarættarinnar.

corvus corax, 1.5.2013 kl. 11:26

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Fyrir það fyrsta eiga sjálfstæðismenn ekki tilkall til eins eða neins. 19 þingmenn og þar af nokkrir mjög vafasamir eiga bara að hafa sig hæga og sýna auðmýkt.  Minnihlutastjórn er ekkert verri en einhver málamiðlunarbræðingur eins og við erum vön.  Hvort því fylgir einhver ávinningur fyrir Pírata, eins og þú gefur þér lýsir bara þínum eigin manni.  Ég held ekki að allir séu í pólitík til að skara eld að eigin köku.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.5.2013 kl. 11:38

7 Smámynd: corvus corax

Rangt hjá þér Jóhannes að það lýsi sérstaklega mínum innri manni hvort einhver ávinningur felst í hlutleysi fyrir Pírata. Það lýsir hins vegar þeirri reynslu minni af stjórnmálum á Íslandi og í heiminum ef því er að skipta, að hrossakaup og "ég klóra þér og þú klórar mér" viðskipti hafa verið aðalmálið í málamiðlunum á milli pólitískra afla og ekki von að það breytist á meðan mannskepnan þarf að ná saman um mismunandi áherslur og helst í pólitíkinni. Ef einhver er ekki í pólitík til að skara eld að eigin köku, m.ö.o. að afla sínum hugmyndum og stefnu stuðnings, til hvers er fólk þá í pólitík. Píratar eða ekki Píratar, lengi skal manninn reyna. Að öðru leyti er ég þér fullkomlega sammála um að sjálfstæðismenn eigi hvorki tilkall til eins né neins eftir þessar kosningar.

corvus corax, 1.5.2013 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband