Fjölgun ráðherra

Yfirlýsingaglaður prófessor upp í Háskóla fer háðulegum orðum um tillögur að fjölgun ráðherra. Hann gengur meira að segja svo langt að ýja að pólitískum hrossakaupum í þessu sambandi.  Nú getur náttúrulega Gunnar Helgi haft sína prívatskoðun á fækkun ráðuneyta og hvernig til tókst með þær breytingar en með því að tala sem prófessor í nafni Háskólans, fer hann útfyrir sitt svið.

Sem áhugamaður um stjórnsýsluna þá tek ég eftir því að breytingarnar sem gerðu voru á ráðuneytunum hafa ekki skilað af sér meiri fagmennsku. Þvert á móti hefur algert fúsk aukist í embættisfærslum þriggja ráðherra. En þeir eru Ögmundur Jónasson, Guðbjartur Hannesson og Steingrímur J. Sigfússon.  Og eina ályktunin sem hægt er að draga af því, er að þeir hafi einfaldlega ekki nógu góða yfirsýn yfir þá fjölmörgu málaflokka sem undir þá heyra.  Þetta hefur ekkert með persónur þessara manna að gera eða úr hvaða flokkum þeir koma.  Þetta stafar af því hvernig Alþingi hagar lagasetningu og sérstaklega þeim alræðisheimildum sem ráðherrum eru veittar varðandi reglugerðarsetningar.  Breytið þessu og þá er kominn grundvöllur fyrir einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu.  Þangað til tel ég betra að hafa fleiri ráðherra og færri aðstoðarmenn ráðherra.   Þessi heimild til að ráða pólitíska aðstoðarmenn er valdaframsal sem þarf að afnema.  Ef ráðherra þarf faglegan aðstoðarmann þá er miklu nær að það sé ráðuneytisstjórinn en ekki einhver vildarvinur eða pólitískur uppeldissonur/dóttir, sem hefur ekkert lýðræðislegt umboð til eins eða neins.

Að þessu sögðu þá er ég sammála því að fjölga ráðuneytum aftur í 10.  Að því tilskildu að menn afnemi heimildir til að ráða sérstaka aðstoðarmenn með sér í ráðuneytin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband