25.5.2013 | 15:37
Hauspokann aftur á Árna Finnsson
Mér er spurn, hver leyfði Árna Finnssyni að taka af sér hauspokann? Þessi sjálfskipaði talsmaður hvalfriðunar og þöggunarstjóri Svandísar Svavarsdóttur ætti að líta sér nær áður en hann ræðst að Sigmundi Davíð með þeim dólgshætti sem lesa má á vef RUV í dag.
Árni Finnsson varð uppvís að því að hafa gerst sekur um landráð þegar hann bað bandaríska sendiherrann, um að beita sér fyrir því að Bandaríkin beittu Íslendinga viðskiptaþvingunum í kjölfar ákvörðunar um að hefja hvalveiðar árið 2007. Svona beiðni er fáheyrð og myndi alls staðar vera tilefni til opinberrar rannsóknar og refsingar, nema hér, þar sem íslenskir stjórnmálamenn halda hlífiskyldi yfir flokksgæðingum fram í rauðan dauðann. Enda launaði Árni Finnsson greiðann með því að þaga þunnu hljóði við fáheyrðum embættisafglöpum Svandísar Svavarsdóttur, þegar umhverfisslysin áttu sér stað í Kolgrafarfirði, í lok síðasta árs.
Nú er landslagið breytt. 7% flokkurinn er ekki lengur við völd og fámennur hópur umhverfisfasista getur ekki lengur talað í nafni þjóðarinnar. Mín tilfinning er, að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur virkjunum. Og það getur vel farið saman að vernda og nýta. Ef einhver er hrokafullur þá er það Árni Finnsson, sem þykist tala í nafni þjóðarinnar, þegar reyndin er sú, að á bakvið hann standa aðeins 400 email addressur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Athugasemdir
Einkenni frumstæðra samfélaga er að skilja ekki og hafa fordóma gagnvart umhverfisvernd og umhverfisverndarsinnum. Það er dálítið um að þannig sé það ennþá á Íslandi þó flest lönd í kringum okkur hafi löngu vaknað.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.5.2013 kl. 16:03
Ég er ekki sammála þessum sleggjudómum þínum Jón. Í firrtum nútímaþjóðfélögum eru borgarbúar búnir að missa öll tengsl við náttúruna og tilraunir þeirra til að vernda snýst út í öfga. Samanber friðlýsingu Álftaness. Náttúruvernd er ekki að búa til sveit inni í borgum og bæjum. Ég skipti umhverfissinnum hiklaust í 2 hópa. Annars vegar náttúrulega umhverfissina sem vilja lifa í sátt við náttúruna á meðan þeir nýta hana og hins vegar "Borgar-umhverfissinnana" sem vilja bara vernda en ekki nýta. Hér hafa borgarumhverfissinnar einokað umræðuna undanfarin ár. Það er tími til kominn að heyra hina hliðina. Á því byggist tilvera okkar hér. Menn gleyma því að stór þáttur í túrisma er að selja aðgang að fólki í náttúrulegu umhverfi og fræðsla um það hvernig innbyggjar lifa. Þess vegna eigum við ekki að vera hrædd við að nýta þau náttúrulegu gæði sem hér eru. Hvort sem um er að ræða hvalveiðar, virkjanir eða fiskveiðar. Maðurinn í umhverfinu er meira virði en umhverfið eitt og sér
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.5.2013 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.