Fréttastofa RUV tekur afstöðu gegn ríkisstjórninni

Skrítin fréttamennska er nú rekin gegn nýstofnaðri ríkisstjórn framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.

http://www.ruv.is/frett/kallar-virkjanaaaetlun-stridsyfirlysingu

http://www.ruv.is/frett/hroki-og-yfirlaeti-forsaetisradherra

http://www.ruv.is/frett/undrast-stefnu-nyrrar-stjornar

http://www.ruv.is/frett/horfid-fra-samthykktum-frafarandi-stjornar 

 Ég minnist ekki svona fyrirsagna í fréttum RUV þegar síðasta stjórn tók við.  Mér kæmi ekki á óvart þótt við ættum eftir að sjá breytingar á yfirstjórn þessa opinbera miðils fjórflokksins. Fréttamenn RUV eru samsafn hrokagikkja og útvarpsstjórinn rekur þetta fyrirtæki eins og hann þurfi engum að standa reikningsskap ákvarðana sinna.  En sannleikurinn er sá að lifandi miðill lifir ekki ef engin endurnýjun á sér stað. Ég hef oft kallað RUV Ríkisútvarp allra starfsmanna og ekki að ósekju. Það þarf að hreinsa út úr þessari gerspilltu stofnun eða hreinlega skipta henni upp og selja í bútum.  Almannavarna þáttinn má svo bjóða út.  Vídeoleiga í gegnum símann eða VOD getur hæglega leyst af hólmi bíómyndir sem okkur er boðið upp á af dagskrárdeildinni. Annað efni er hægt að leigja frá BBC og DR1 fyrir margfalt minna fé en þessi nauðungaráskrift að RUV kostar okkur í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er hissa að þú ert hissa

Jón Valur Jensson, 25.5.2013 kl. 18:34

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jú víst er ég hissa. Mér finnst þetta ekki faglegur fréttaflutningur að slá svona upp æsifyrirsögnum. Og hverjum er ekki sama hvað vinstri grænum finnst???

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.5.2013 kl. 18:46

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu ennþá hissa á ófaglegum fréttaflutningi Fréttastofu Rúv?

Jón Valur Jensson, 25.5.2013 kl. 20:33

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

hissari. það er búið að setja fjölmiðlalög, skipa fjölmiðlanefnd og svo hefur Guðbjörg Hildur Kolbeins verið að gagnrýna fjölmiðla nokkuð hvasst. Allt þetta ætti nú að vekja risaeðlurnar á RUV mætti maður halda...

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.5.2013 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband