26.5.2013 | 16:16
Kynjakvótaruglið er lítillækkandi fyrir konur
Nú á að hengja Sigmund Davíð fyrir skort á tilnefningu á kvenráðherrum. Þetta er móðgun fyrir allar konur sem starfa í stjórnmálum. Í stjórnmálum eiga menn að starfa á jafnréttisgrundvelli óháð kyni. Þetta þýðir einfaldlega að mönnum eru falin ábyrgðarhlutverk á grundvelli hæfileika(vonandi) en ekki vegna þess að menn eru karlar eða konur. Síðasta ríkisstjórn vann mikið óþurftarverk fyrir íslenskar konur með allri þessari kynjaleiðréttingu í stjórnsýslunni. Leiðréttingu sem var engin þörf á . Frumkvæðið verður að koma frá konunum sjálfum og þær eiga að keppa við karla á jafnréttisgrundvelli en ekki fá 5 í forgjöf bara vegna þess að þær eru með öðruvísi æxlunarfæri.
Og það er einmitt jafnréttishugsjónin sem feministar troða í svaðið með baráttu sinni. Gott hjá Sigmundi að leggja til atlögu við þetta lið. Það er löngu tímabært að lagfæra kúrsinn í jafnréttisbaráttunni þannig að hún snúist um jöfn tækifæri allra en ekki bara sumra.
Er Eygló Harðardóttir sátt við að hafa verið valin ráðherra vegna þess að hún er kona? Það er nefnilega hin hliðin á umræðunni. Þær konur sem valdar voru inní ríkisstjórnina voru valdar vegna þess að þær voru konur en ekki menn. Það er þetta sem menn eru að segja en átta sig ekki á. Persónulega hefði ég valið Eygló sem ráðherra fram yfir alla aðra ráðherra, að Sigmundi ekki undanskildum. Ég tel í raun að hún sé margfalt hæfari til að stjórna flokknum en hann, en það er önnur saga. En umræðan snýst ekki um hæfileika heldur kyn. Það er miður en svona er pólitíska rétthugsunin búin að afskræma þjóðfélagsumræðuna.
Sumir fórna öllu fyrir pólitíska rétthugsun. Ekki síst Egill Helgason. sjá hér. Ég er orðinn hundleiður á þessari umræðuhefð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Athugasemdir
Það er freklega gengið framhjá Vigdísi Hauksdóttur. Menn þurfa ekki að vera sérstakir aðdáendur Framsóknarflokksins til að sjá það.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 18:03
Og hver eru rökin Elín? 1. hún er kona 2. hún er oddviti í kjördæmi 3. hún hefur ótvíræða hæfileika
Sorry en þetta eru bara engin rök fyrir því hvernig á að tilnefna ráðherra. Ég efast um að Vigdís yrði ráðin sem fulltrúi á fámennasta sýslukontór úti á landi og þú vilt fá hana sem ráðherra???
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.5.2013 kl. 18:13
Það er svo rétt að geta þess að ég hef ekkert á móti Vigdísi. Hún er duglegur þingmaður. Hún hefur persónuleika og hún gefur lífinu lit. En lengra nær það ekki. Mér finnst hún einfaldlega ekki hafa þá hæfileika sem ráðherra þarf að hafa. Hefur ekkert að gera með kyn.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.5.2013 kl. 18:25
Hún rakaði inn atkvæðum fyrir Framsóknarflokkinn Jóhannes. Það er afrek út af fyrir sig. Þeir sem kusu hana vildu væntanlega fá hana til áhrifa. Að samanlögðu vegur álit þeirra þyngra en þitt.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 18:55
Þetta eru tóm dellurök Elín. Fæstir sem kjósa fjórflokkinn hafa nokkra skoðun á frambjóðendum. Menn kjósa um málefni en ekki menn
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.5.2013 kl. 18:59
Nú? Hvers vegna færðust Björn Bjarnason og Árni Johnsen niður um sæti vegna útstrikana? Voru þeir í einhverjum málefnaágreiningi við aðra á listanum? Endilega upplýstu mig um þetta Jóhannes. Þú hefur svo mikla innsýn í hugarheim kjósenda fjórflokksins.
http://www.visir.is/arni-og-bjorn-nidur-um-eitt-saeti/article/200770521014
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 19:35
Þú ert svo góð í að googla Elín að þú finnur þetta hjálparlaust. Það eina sem þú þarft að vita er fjöldi útstrikana og fjöldi greiddra atkvæða. Varðandi þessa 2 sem þú tilgreinir vegna kosninganna 2007 þá voru þeirra útstrikanir sérstakar. Árni er náttúrulega fyrrum tugthúslimur en Björn Bjarnason varð fyrir mjög rætnum árásum frá Baugsmönnum og meðal annars birti Jóhannes Í Bónus heilsíðuauglýsingu daginn fyrir kosningar og beinlínis bað kjósendur að strika hann út. En almennt þá beita kjósendur ekki útstrikunum.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.5.2013 kl. 19:52
Eru hugmyndir um persónukjör eingöngu bundnar við Jóhannes í Bónus og heilsíðuauglýsingu hans?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.5.2013 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.