Eftir kosningar geta ráðherrar skilað lyklunum

Það eru alltaf þrjár hliðar á hverju máli. Hér er skoðun Jóns Trausta.  Og hér er skoðun mín.

Lyklafrumvarpið margumtalaða snérist um heimild fólks til að afskrifa allar skuldir hjá sér sjálfu gegn 2 ára skilorði.  Þetta finnst mörgum mikið réttlætismál en öðrum ekki.   Og alls ekki fráfarandi ríkisstjórn sem barðist gegn þessu frumvarpi og kom í veg fyrir að það næði fram að ganga.  En hvað um reksturinn á ríkisheimilinu?  Af hverju getur Jóhanna Sigurðardóttir skilað lyklunum en ekki Jóna í Breiðholtinu?  Er einhver munur á að keyra einkaheimili í þrot með óþarfa eyðslu, eða sjálfan ríkissjóð?

Staðan á ríkisheimilinu kemur öllum við. Það á ekki að vera hægt að skilja við allt í rjúkandi rúst.  Það komst Geir Haarde ekki upp með.  Hvað um Jóhönnu og Steingrím?  Eigum við ekki líka að draga þau fyrir Landsdóm til að uppvísa um stórar ákvarðanir sem hafa reynst okkur dýrkeyptar?  Af nógu er að taka.  Slík réttarhöld þyrftu ekki að snúast um pólitískar nornaveiðar heldur bara sjálfsagðar upplýsingar.  Upplýsingar sem Jóhanna er búin að loka á,  með breytingum á upplýsingalögum til að tryggja sig fyrir gagnrýni.   Lyklavöldum á að fylgja ábyrgð.  Það á ekki að vera nóg að skila bara lyklunum. það á líka að skila bókhaldinu og sýna fram á allt hafi verið gert til að tryggja öryggi heimilisfólksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband