26.5.2013 | 18:54
Fleyg orð af blogginu
Ég er alveg til í að gleyma kjánahrollinum við að sjá kosningaloforðin þynnast út og hverfa það hefði verið svo miklu verra ef reynt hefði verið að standa við þau. - Valgarður Guðjónsson -
DV segir að Stefán Pálsson hafi talað viðstöðulaust í 13 tíma. Mér finnst það ekki hundaskít merkilegt. Einu sinni sagðist Stefán vera besti bloggarinn á Íslandi. Kannski var það rétt því þeir voru ósköp fáir þá. Hann langar mikið á þing, en þorir ekki í framboð. Bauð sig ekki einu sinni fram til stjórnlagaráðsins. Er með fjölmiðlasýki og athyglis á háu stigi. - Sæmundur Bjarnason -
50 króatar fá far með flugvél á kostnað ríkisins vegna þess að þeir komu sér hingað og ætluðu að taka hér hús á þjóðinni án þess að fá leyfi hjá okkur til þess. - Halldór Jónsson -
Ég ,vinna mín og ævistarf mitt ásamt margra annarra er vegið og léttvægt fundið. Sömuleiðis niðurstöður skoðanakannana um stóriðju og heilan stóran þjóðgarð á miðhálendinu. Fólk er fífl og ég þá sennilega mesta fíflið. Ég veit ekki til hvers maður hefur verið að þessu. - Ómar Ragnarsson -
Augljóst er að Samtök atvinnurekenda, SA, kunna ekki og geta ekki rekið heilbrigt atvinnulíf. Um það eru útrás og hrun skýrasta dæmið. - Páll Vilhjálmsson -
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.