Fleyg orð af blogginu

Ég er alveg til í að gleyma kjánahrollinum við að sjá kosningaloforðin þynnast út og hverfa… það hefði verið svo miklu verra ef reynt hefði verið að standa við þau.   - Valgarður Guðjónsson -

 DV segir að Stefán Pálsson hafi talað viðstöðulaust í 13 tíma. Mér finnst það ekki hundaskít merkilegt. Einu sinni sagðist Stefán vera besti bloggarinn á Íslandi. Kannski var það rétt því þeir voru ósköp fáir þá. Hann langar mikið á þing, en þorir ekki í framboð. Bauð sig ekki einu sinni fram til stjórnlagaráðsins. Er með fjölmiðlasýki og athyglis á háu stigi.  - Sæmundur Bjarnason -

50 króatar fá far með flugvél á kostnað ríkisins vegna þess að þeir komu sér hingað og ætluðu að taka hér hús á þjóðinni án þess að fá leyfi hjá okkur til þess.  - Halldór Jónsson -

Ég ,vinna mín og ævistarf mitt ásamt margra annarra er vegið og léttvægt fundið. Sömuleiðis niðurstöður skoðanakannana um stóriðju og heilan stóran þjóðgarð á miðhálendinu.  Fólk er fífl og ég þá sennilega mesta fíflið. Ég veit ekki til hvers maður hefur verið að þessu.   - Ómar Ragnarsson -

Augljóst er að Samtök atvinnurekenda, SA, kunna ekki og geta ekki rekið heilbrigt atvinnulíf. Um það eru útrás og hrun skýrasta dæmið.  - Páll Vilhjálmsson -

Nýja ríkisstjórnin tekur gömlu rammaáætlunina um verndun náttúru og nýtingu auðlinda fram yfir þá yngri. Notar sem rök, að sú eldri hafi verið samin af fagfólki, en sú síðari af pólitíkusum á alþingi. Þetta er bara haugalygi. Sú gamla var samin af embættismönnum í iðnaðar- og umhverfis-ráðuneytum og var að mörgu leyti á skjön við niðurstöður í faghópum   - Jónas Kristjánsson -

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband