Hver gerir Björn Inga út?

Við vitum hver gerir Morgunblaðið út og við vitum hver raunverulega stýrir 365 Miðlum og við vitum hver stendur á bakvið DV og Smuguna en veit einhver hver stendur á bakvið Vefpressuna sem heldur úti Pressunni, Eyjunni og svo einhverjum kynlífsvefjum sem ég kann ekki að nefna?  Trúir einhver því að Björn Ingi sé það fjárhagslega sterkur að hann hafi einn og óstuddur staðið á bak við kaupin á Eyjunni og þeim gífurlega kostnaði sem fylgir þeirri útgerð.  Kostnaði við að hafa fleiri manns á launum og að ég tali ekki um álitsgjafa numero uno, Egil Helgason! 

Morgunblaðið er rekið með milljónatuga halla hvert ár þótt þeir eigi vinsælasta vef landsins, sama er að segja af DV og nýlega tilkynnti Smugan um lokun en Vefpressan blómstrar sem aldrei fyrr!  Hér er maðkur í mysunni. Fjölmiðlun er ekki stunduð af óeigingjörnum hvötum.  Það er alltaf einhver agenda á bakvið.  Björgólfur Thor hefur til dæmis eytt tugum milljóna í sína einkafjölmiðlun frá hruni.  Hans tilgangur er skýr, að fegra eigin ímynd og selja hana til að greiða fyrir áframhaldandi tilveru í íslenzkum og alþjóðlegum viðskiptum. Stórir og voldugir kvótaeigendur gera út Morgunblaðið til að reka áróður fyrir sínum hagsmunum en hingað til hefur ekki verið hægt að greina hinn raunverulega tilgang Björns Inga með því að henda peningum í tapreksturinn á vefpressunni undanfarin ár.  Nema kannski núna eftir kosningar þegar Framsókn er komin aftur til valda!  Við sáum fyrstu merki þess, þegar Björn Ingi lét starfsmann sinn, Egill Helgason, bjóða sér til viðtals í Silfri Egils, strax eftir kosningar og núna þegar Björn Ingi hefur einn og óstuddur (að því er virðist) staðið fyrir málþingi um stefnu í efnahagsmálum og stefnt þangað öllum þungavigtarmönnum Íslands á því sviði.  Svona málþing halda ekki aðrir en þeir sem eiga mikið undir sér!  

Ég vil fá að vita hver er að baki Björns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Getur verið að sá heiti Róbert? Getur verið að sá vilji leysa allan okkar vanda, í sjálfboðavinnu?

Sveinn R. Pálsson, 27.5.2013 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband