27.5.2013 | 15:50
Ég bakaði vöfflur
Á laugardaginn tók ég mig til og bakaði vöfflur. Vöfflur urðu fyrir valinu af því mig hafði langað til að prófa uppskriftina sem Svanhildur Vals notaði á Þingvöllum. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þessi uppskrift er tær snilld.
3 bollar hveiti
3 egg
3 msk. sykur
2 tsk. vínsteinslyftiduft (verður að vera vínsteins!)
1 tsk. matasodi
150 gr. smjör (brætt í örbylgju en alls ekki látið sjóða)
2 tsk vanilludropa
Mjólk og súrmjólk til helminga. Passa að hafa deigið samt nógu þykkt.
Þessi uppskrift gerir 14 stykki af brakandi góðum vöfflum ef rétt er skammtað á járnið. Ef of mikið er sett þá sóðast allt út. Og annað sem vert er að hafa í huga þegar bakaðar eru vöfflur, að setja hverja vöfflu á sérdisk. Þannig haldast þær stökkar. Ef öllum er hlaðið í einn hrauk þá verða þær linar og teygjulegar. Með vöfflunum er síðan best að hafa Steeve's Maple's syróp (þetta upprunalega frá Kanada) og jurtarjóma
Nú munu feministar ábyggilega ærast af fögnuði yfir að ég hafi bakað mér vöfflur, en ég frábið mér öll slík fagnaðarlæti. Mínir hæfileikar eru bara sumpart á þessu sviði. það hefur ekkert með kynferði að gera. Sumir eru bara hæfari til vissra verka en aðrir. Þess vegna er til dæmis Sigmundur Davíð forsætisráðherra en ég að baka vöfflur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.