29.5.2013 | 14:02
Unnur Gunnarsdóttir er dæmi um aðlögun
Öllum ætti að vera ljóst eftir nýjasta viðtal við forstjóra FME, að þar er ríkisforstjóri, sem kann Evrópureglurnar upp á 10, en íslenzk lög og reglur eru hinsvegar ekki jafn skýr í hennar huga. Margir voru ósáttir við hvernig Vinstri Grænir stóðu að mannaráðningum hjá FME, en nú ætti tilgangurinn að vera öllum ljós. Aðalsteinn Leifsson og Unnur Gunnarsdóttir áttu að vinna að hægfara aðlögun íslenzks fjármálakerfis við hið evrópska regluverk fyrst og fremst. Öllum þeim brýnu breytingum sem þurfti að ráðast í var frestað vegna aðlögunarviðræðnanna og þeirrar framtíðarsýnar ESB sinnanna í VG og handbenda þeirra að hið evrópska regluverk myndi laga allt sem hér þyrfti að laga. Nú er staðan önnur og forstjóri FME þarf að hysja upp um sig silkinærbuxurnar og fara að vinna eða taka pokann sinn ella. Hér er ekki allt í lagi og það er hlutverk FME að tryggja aðhald. Bankarnir leika enn lausum hala. Það þarf að tryggja hagsmuni innlánseigenda með því að aðskilja fjárfestingarhluta frá almennum rekstri og það þarf að setja reglur um þetta gamble inni í bönkunum. Og það þarf að endur skipuleggja lífeyrissjóðakerfið. Lífeyrissjóðafurstarnir eru á góðri leið með að búa til annað og alvarlegra hrun hér. Þetta er ég búinn að benda á í 2 ár en það er fyrst núna sem eitthvað heyrist frá FME. Og hvað ætlar Unnur Gunnarsdóttir að gera varðandi útboðið í VÍS? Þar var augljóst svindl í gangi og það á að taka á því. Því miður hefur engin breyting orðið við aukna þátttöku kvenna í viðskiptalífinu. Alla vega ekki til hins betra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.