Af Sigga presti og Villa vini.

Saga Eirar

eir_yfirlitsmynd

Upphaf hjúkrunarheimilisins Eirar má rekja til umræðu hjá aðilum Umönnunar- og hjúkrunarheimilisins Skjóls um hvaða leiðir væru færar til að mæta vanda aldraðra sjúkra. Starfshópur sem Sigurður H. Guðmundsson, Halldór Guðmundsson, arkitekt og Bjarni Frímannsson, verkfræðingur skipuðu gerðu tillögu að öldrunarmiðstöð í Grafarvogi. Bygginganefnd aldraðra í Reykjavík tók málið að sér og vann tillögu að hjúkrunarheimili á þeim stað sem Eir er nú. Tillögur að hjúkrunarheimilinu Eir lágu fyrir árið 1990 og í framhaldi af því var sjálfseignastofnunin EIR stofnuð 31.ágúst 1990. Framkvæmdaleyfi var í upphafi veitt Reykjavíkurborg og yfirtók stjálfseignastofnunin EIR það þegar hún tók við undirbúningi framkvæmda.

Sigurði H. Guðmundssyni og Grétu Guðmundsdóttur var falið að undirbúa rekstur og koma honum í framkvæmd.

Birna Kristín Svavarsdóttir var ráðin hjúkrunarforstjóri frá 1. ágúst 1992, með aðstöðu í Skjóli. Sigurbjörn Björnsson var ráðinn yfirlæknir heimilisins. 

Eir var formlega opnað árið 1993. Forstjóri var Sigurður Helgi Guðmundsson, einnig forstjóri í Skjóli.

Árið 1996 var fyrsta heila starfsárið sem heimilið var í fullum rekstri.

1. desember 2001 bættust Eirarhús við Eir með 37 íbúðir og sambýli fyrir 9 einstaklinga. Sambýlið fékk nafnið Eirarholt.

2. janúar 2003 var vígð ný álma við Eir, B - álma, með 40 hjúkrunaríbúðum. Deildirnar eru tvískiptar og er um að ræða tvær 10 manna einingar á hvorri hæð. Rekstur dagdeildar hófst fyrrihluta árs 2004.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Samkvæmt heimasíðu stofnunarinnar nær sagan ekki lengra en til ársins 2003.  það er ómerkilegt að segja ekki söguna alla þótt óþægilegt sé fyrir Sigga prest og Villa vin. En svona liggja þræðir valdsins. Allt er samansúrrað af hagsmunatengslum og þegar ekkert er hægt að gera þá endurrita menn bara söguna eða hreinlega þurrka hana út. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband