Jón Þór á eftir að hafa áhrif

jon-thor.jpgMér lízt alltaf betur og betur á þennan þingmann minn, eftir því sem ég heyrir meira til hans.  Ég renndi hálf blint í sjóinn við val á lista í kosningunum.  Vissi þó fyrir hvað Birgitta stóð.  Síðan hef ég hlustað á þó nokkur viðtöl við Jón Þór, m.a. þegar Björn Bjarnason átti viðtal við hann á INN.  Og þar stóð hann sig gríðarlega vel.  Meira að segja svo vel að Björn hefur notað sumt sem Jón sagði , í sínu eigin bloggi.  Það held ég hljóti að teljast meðmæli.  Hvort menn klæðist jakkafötum í þingsal er algert aukaatriði.  Snyrtimennska felst ekki í klæðaburði einum saman.  Það skiptir líka máli  almennt hreinlæti.  Andfýla og tóbaksþefur að ég tali ekki um munntóbakssóðaskapinn er miklu stærra mál heldur en skyrta og bindi.  Og svo náttúrulega kurteisi og almennir mannasiðir.  Þar held ég sumir reyndari þingmenn gætu lært af Jóni Þór.
mbl.is Í gallabuxum og bol á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband