Fórnarkostnaður heimskunnar.

Ef landið væri eitt kjördæmi, þá værum við ekki að eyða almannafé í gæluverkefni eins og Háskólann á Hólum.  Háskóla, sem við hvorki höfum efni á að reka, né þörf fyrir, til eflingar menntunar.  Einn landbúnaðarskóli er nóg fyrir 300 þúsund manna þjóðfélag. Og hann þarf ekki að vera á háskólastigi.  Þetta háskólastig millimenntastofnana eins og listaskólanna, bændaskólanna, og tækniskólans er eingöngu til þess gert, að halda uppi fölsku menntastigi og auka kostnað vegna kennslu.  Og búa til dýrari starfsmenn.  Fólk sem getur flaggað háskólagráðu fer sjálfkrafa í hærri launaflokk en aðrir. Sjaldnar er því flaggað hvaðan gráðan er fengin.  Menn skammast sín.  En tölfræðilega eru Íslendingar að verða ofmenntuð þjóð á kostnað þekkingar og færni.  Þannig fóðrar kerfið óverðleika þjóðarinnar, sem svo velur þetta sama óverðleikafólk til að stjórna hér. 

En það er annar flötur á þessari heimskulegu stefnu í menntamálum, en það er gjaldfelling menntunar.  Með því að auka svona framboð á háskólum þá þurfti snögglega að manna þá hæfu fólki.  Því miður þá er margt af þessu fólki sem nú skipar "háskólasamfélagið" ekki til þess hæft.  Og þá á ég við menntun þeirra sjálfra.  Við höfum ótal dæmi um lítið eða illa menntað fólk, sem hefur verið dubbað upp í stöður aðjunkta og lektora við alla þessa nýju háskóla.  Og alls konar fólk úr þjóðfélaginu hefur verið fengið til að kenna kúrsa í þessum B-Háskólum án þess að hafa nokkrar forsendur til þess. Afleiðingarnar eru svo illa menntað fólk sem útskrifast úr þessum skólum og fer til starfa á sviðum sem það ræður illa við.  Stundum skolar svo þessu fólki inn á Alþingi og það er það versta sem getur skeð.  Eftir því sem líður verður erfiðara að breyta.  Áhrif þessa fólks sem vinnur við þessar B-menntastofnanir eykst og hagsmunirnir sem bindur þessa skipan mála verður sífellt traustari í sessi.  Bráðum verður BA próf jafngildi stúdentsprófs og háskólapróf frá Hólum eða Bifröst mun aðeins duga til að fá aðstoðarmanns stöður í alvöru fyrirtækjum.  En ríkið mun halda áfram að hampa þessu fólki og raða því á jötuna.  Þess vegna stækkar báknið en minnkar ekki.  Þetta er hið sér-íslenzka lögmál heimskunnar, sem tók við af Lögmáli Parkinson til að lýsa heimskunni hér á landi.


mbl.is Náðum að halda sjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband