31.5.2013 | 14:16
Landeigendum Reykjahlíðar er skítsama um umhverfið
Ólafur H. Jónsson, sem fer fyrir eigendahópi Reykjahlíðar í Mývatnssveit, er gróðapungur búsettur hér í Reykjavík. Tengdapabbi Björgólfs Thors ef ég veit rétt. Hann hefur barist fyrir virkjun Bjarnarflags í áratug. Og að tala um að honum sé annt um umhverfið er hjákátlegt þegar haft er í huga að umhverfismati fyrir svæðið er ekki lokið og því ekki vitað um neikvæð áhrif fyrirhugaðrar virkjunarframkvæmda. Eignarhald á bújörðum skiptir því aðeins máli þegar gróðapungar vilja géra sér þær að féþúfu. Þessir menn hafa komið óorði á bændastéttina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.