Framtíð Reykjavíkurflugvallar

Í tengslum við nýtt skipulag Reykjavíkurborgar hafa blossað upp hatrammar deilur um flugvöllinn í Vatnsmýri, enn og aftur.  En ég hef ekki séð skýrslu frá Flugfélagi Íslands, um þróun farþegaflugs eða greiningu á því hverjir nýta sér þessa þjónustu.  Samkvæmt málþingi sem haldið var á vegum flugrekstraraðila og ferðaþjónustunnar 2001, þá var niðurstaða manna, að miklu betra væri að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur og tengja það þannig millilandafluginu. Sjá hér.

Það er staðreyinnanlandsflug.jpgnd að umferð um alla innanlandsflugvelli hefur dregist saman síðan 2007. En minnst um  Akureyrarvöll.  Það skýrist af beinu flugi til útlanda og engu öðru.  Alls staðar annars staðar er miðstöð flugs þar sem millilandaflugið er.  Hér tala menn um miðstöð innanlandsflugs!  Er ekki eitthvað skrítið við þessa umræðu?  Ættum við ekki frekar að rífast um það hvort millilandaflugið eigi ekki að vera í Vatnsmýrinni heldur en hvort flytja eigi Reykjavíkurflugvöll innan borgarmarkanna?   Það eina sem réttlætir að Reykjavíkurflugvöllur sé í Vatnsmýrinni er að hann er í Vatnsmýrinni.

Færa má rök fyrir því að útlendingar nýti sér ekki innanlandsflug vegna þess að miðstöð þess er í Reykjavík en ekki Keflavík.  Á sama tíma dregst umferð Íslendinga saman vegna betri samgangna og líka vegna þess hversu dýrt er að fljúga.  Með tilkomu almenningssamgangna lækkaði ferðakostnaður Rvík-Aey úr 18 þúsund í 6 þúsund, eða um 300%.  Venjulegur farþegi, sem þarf sjálfur að borga sitt fargjald velur því frekar að keyra og þetta mun valda enn frekari samdrætti í umferð um Reykjavíkurvöll. Er þá ekki betra að horfast í augu við þessa fækkun og gera ráðstafanir til að mæta því?  Til dæmis með því að hefja nú þegar undirbúning að hraðlestartengingu milli Keflavíkur og fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri. Það mun þá gagnast þeim 30% farþega sem geta ekki hugsað sér að leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýrinni. En samkvæmt skýrslu sem KPMG gerði fyrir nokkur Sveitarfélög 2012, kom í ljós að þeir sem ekki borguðu sitt fargjald sjálfir voru harðastir gegn því að breyta ferðavenjum sínum.  Þetta eru til dæmis þingmenn og sveitastjórnamenn. Einnig má benda á að völlurinn í Vatnsmýri verður aldrei viðurkenndur sem Alþjóðavöllur.  Og það er vegna ófullnægjandi öryggis sem skapast af of litlu landrými. Kröfurnar eru alltaf að aukast og það var orðið allt of þröngt um starfsemina löngu á undan áformum borgarinnar um uppbyggingu miðborgar á svæðinu.  En innanlandsflugið þarf að eflast og dafna og það gerist ekki með því að hafa miðstöð þess áfram óbreytta í Reykjavík. Það gerist aðeins með því að hafa það í Keflavík og byggja það á ferðamönnum en ekki íslenskum embættismönnum.  Við eigum að stýra ferðamönnum meira til dvalar úti á landi.  Það er ekki æskilegt að ferðamenn séu mikið að keyra sjálfir um á bílaleigubílum.  Við eigum að fljúga þeim og síðan að bjóða upp á kynnisferðir um alla landshluta útfrá .þeirra þéttbýliskjörnum.  Þannig jöfnum við álaginu og ráðum betur við að stýra þessum vaxandi fjölda ferðamanna sem hingað vill koma. Það er í þessu samhengi sem við eigum að taka ákvörðun um framtíð Reykjavíkurflugvallar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hraðlestartenging gagnast engum ef vá ber að höndum vegna náttúruhamfara. Það er öryggisatriði að hafa tvo flugvelli. Einn í Reykjavík og annan í Keflavík.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.6.2013 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband