Hvað segir Sævar Gunnarsson um þessa túlkun?

Sjómenn eru ráðnir á skip, ekki til útgerðar, minnir Guðmundur á. Því þurfi að gera nýja ráðningarsamninga við þá sem ráðnir verða á önnur skip Brims.
Um hvað er Guðmundur að tala?  Tíðkast það hjá Brim að gera sérstaka ráðningarsamninga við þá sjómenn sem starfa á skipum hans?  Ég hélt í einfeldni minni að um ráðningarkjör íslenskra sjómanna giltu samningar sem Sjómannasambandið gerir við útvegsmenn fyrir hönd allra sjómanna sem starfa á íslenskum fiskiskipum. Allir sérsamningar eru ólögmætir.  Og það þarfnast líka skýringar að sjómenn séu ekki ráðnir til útgerðarinnar.  Sjómenn eru lögskráðir á skip en vinnuveitandinn er útgerðarfélagið sem gerir skipið út. Þannig er vinnuskyldan við útgerðarfélagið en ekki aðeins bundin við skipið sem sjómaðurinn er skráður á.  Þarna er greinilega full ástæða fyrir Sævar Gunnarsson að vakna af meðvirknisdvalanum og krefja Guðmund skýringa.
mbl.is Allri áhöfn Kleifabergs sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef starfað í áratug hjá Guðmundi og hans fyrirtækjum og ég get sagt þér að það eru engir sérsamningar í gangi hjá honum.

Hef aldrei verið á skipi - eða fyrirtæki ef út í það er farið - þar sem ég hef ekki þurft að skrifa undir ráðningasamning. Það er munur á ráðningasamning og kjarasamning

Gísli Snæbjörnsson (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 19:38

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég stundaði sjómennsku í 30 ár Gísli og ég skrifaði aldrei undir ráðningarsamning. Væri gott ef þú upplýstir mig um efni þessa ráðningarsamnings sem Guðmundur Kristjánsson lætur menn undirrita

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.8.2013 kl. 20:09

3 identicon

Þetta er hárrétt hjá Guðmundi og algjörlega eftir karasamningum. Það má ekki færa áhöfn, einn eða fleiri, milli skipa í eigu sömu útgerðar án þess að greiða uppsagnarfrest ,  þ. e. ef þú átt fjögurra mánuða uppsagnafrest, átt þú rétt á  launum miðað við heildarlaun síðustu fjögurra mánuða, þó svo þú byrjir strax á nýu skipi hjá sömu útgerð.  Sama á við ef skip er selt og áhöfn fylgir með til nýrra eigenda

Samúel Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 00:20

4 identicon

 ps. Samkv. kjarasamningum er útgerðamönnum skylt að gera ráðningasamninga við áhafnarmeðlimi. Hefur verið þannig, að mig minnir síðan 2001 amk.

Samúel Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 00:25

5 identicon

http://vm.is/media/7703/radningarsamningur%5B1%5D.pdf

Samúel Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 00:37

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Samúel, þetta var ekki svona þegar ég stundaði sjómennsku. Hætti í kringum 1996-97. Við fyrstu sýn virðist þetta ákvæði ekki tryggja rétt sjómanna frá því sem áður var.  Enda hafa stórútgerðir enga samfélagsvitund.  4 mánaða trygging er skítur úr hnefa fyrir kannski áratugastarf hjá sömu útgerð. Hvað ætli kallarnir á Kleifaberginu hafi til dæmis verið lengi á því skipi? (Áður en Guðmundur í Brim sölsaði það undir sig?)

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.8.2013 kl. 01:59

7 identicon

Nei ég ætla ekki að birta minn ráðningasamning en ég get þó sagt að hann er bara í anda þess sem vísað er í hér að ofan. Og í honum er bara bent á viðkomandi kjarasamninga sem farið er eftir

Það er akkúrat ekkert óeðlilegt við þessar uppsagir og ég held nú að flestir þeirra sem sagt var upp séu á leiðinni á Skálabergið, ef ekki allir.

Gísli (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband