1.8.2013 | 15:55
Hvað segir Sævar Gunnarsson um þessa túlkun?
Sjómenn eru ráðnir á skip, ekki til útgerðar, minnir Guðmundur á. Því þurfi að gera nýja ráðningarsamninga við þá sem ráðnir verða á önnur skip Brims.
Allri áhöfn Kleifabergs sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hef starfað í áratug hjá Guðmundi og hans fyrirtækjum og ég get sagt þér að það eru engir sérsamningar í gangi hjá honum.
Hef aldrei verið á skipi - eða fyrirtæki ef út í það er farið - þar sem ég hef ekki þurft að skrifa undir ráðningasamning. Það er munur á ráðningasamning og kjarasamning
Gísli Snæbjörnsson (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 19:38
Ég stundaði sjómennsku í 30 ár Gísli og ég skrifaði aldrei undir ráðningarsamning. Væri gott ef þú upplýstir mig um efni þessa ráðningarsamnings sem Guðmundur Kristjánsson lætur menn undirrita
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.8.2013 kl. 20:09
Þetta er hárrétt hjá Guðmundi og algjörlega eftir karasamningum. Það má ekki færa áhöfn, einn eða fleiri, milli skipa í eigu sömu útgerðar án þess að greiða uppsagnarfrest , þ. e. ef þú átt fjögurra mánuða uppsagnafrest, átt þú rétt á launum miðað við heildarlaun síðustu fjögurra mánuða, þó svo þú byrjir strax á nýu skipi hjá sömu útgerð. Sama á við ef skip er selt og áhöfn fylgir með til nýrra eigenda
Samúel Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 00:20
ps. Samkv. kjarasamningum er útgerðamönnum skylt að gera ráðningasamninga við áhafnarmeðlimi. Hefur verið þannig, að mig minnir síðan 2001 amk.
Samúel Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 00:25
http://vm.is/media/7703/radningarsamningur%5B1%5D.pdf
Samúel Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 00:37
Takk Samúel, þetta var ekki svona þegar ég stundaði sjómennsku. Hætti í kringum 1996-97. Við fyrstu sýn virðist þetta ákvæði ekki tryggja rétt sjómanna frá því sem áður var. Enda hafa stórútgerðir enga samfélagsvitund. 4 mánaða trygging er skítur úr hnefa fyrir kannski áratugastarf hjá sömu útgerð. Hvað ætli kallarnir á Kleifaberginu hafi til dæmis verið lengi á því skipi? (Áður en Guðmundur í Brim sölsaði það undir sig?)
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.8.2013 kl. 01:59
Nei ég ætla ekki að birta minn ráðningasamning en ég get þó sagt að hann er bara í anda þess sem vísað er í hér að ofan. Og í honum er bara bent á viðkomandi kjarasamninga sem farið er eftir
Það er akkúrat ekkert óeðlilegt við þessar uppsagir og ég held nú að flestir þeirra sem sagt var upp séu á leiðinni á Skálabergið, ef ekki allir.
Gísli (IP-tala skráð) 2.8.2013 kl. 03:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.