Um geðþótta ráðherranna

hbk.jpgMargir urðu til að fordæma ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að nema úr gildi reglugerð sem Ögmundur hafði undirritað í laumi á síðustu dögum sínum í embætti og fjallaði um takmarkanir á kaupum útlendinga á EES svæðinu til kaupa á jarðnæði á Íslandi.  En eins og svo oft áður þá var fréttaflutningur af þessari reglugerðarbreytingu bæði villandi og ómálefnalegur. 

En með tilliti til þess að þessi reglugerð var sú þriðja sem ráðherra setti vegna sömu laga, þá sætir það furðu minni, að enginn skuli gagnrýna allar þessar reglugerðarheimildir Alþingis. Það hlýtur að vera krafa um það að lagasetning verði bætt og við þurfum ekki sí og æ að vera á tánum vegna geðþótta þeirra ráðherra sem eru við völd hverju sinni.  

Það á að vera hlutverk nýs þings að breyta þessum vinnubrögðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband