Hvað er að þessum Halldóri?

Talsmaður Nubo er bjartsýnn

Samstarfsmenn Huang Nubo funduðu með innanríkisráðherra.
 
Samstarfsmenn Huang Nubo funduðu með innanríkisráðherra.
Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar:
„Ég fór ásamt varaforstjóra Beijing Zhongkun Investment Group, á fund Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í vor, þegar hún var nýbúin að taka við, segir Halldór Jóhannsson, talsmaður Huang Nubo.  Þar kynnti varaforstjórinn fyrir ráðherra hugmyndir fyrirtækisins og áhuga þeirra á að halda verkefninu um uppbyggingu hótels á Grímsstöðum á Fjöllum áfram. Á þeim forsendum þó að íslensk yfirvöld séu því hlynnt og þetta sé fjárfesting sem sé velkomin til Íslands.

„Ég er bjartsýnn á að það verði tekið á þessum málum með faglegum hætti á næstunni.“

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Er þessi maður alger landráðamaður?  Hvað gengur fólki til sem er tilbúið að selja landið sitt undir yfirráð útlendinga?  Þessu er ekki hægt að líkja við fasteignakaup eða sölu á lítilli bújörð.  Grímsstaðir eru 300 ferkílómetrar að stærð eða 1% af öllu Íslandi.  Meðal einbýlishúsalóð er  svona 500-600 fermetrar svo menn sjá að á Grímsstöðum gæti hæglega verið komin byggð með 300 þúsund kínverjum ef þessi áform ná fram að ganga. Þetta er bara bilun og Það á að segja það hreint út að þetta verður aldrei leyft!  Aldrei!  Og ef þessi vitleysingur, Halldór Jóhannsson skilur ekki að nei þýði nei,  þá á ekki að tala meira við hann, hvorki  sem fulltrúa kínverja eða sem ráðgjafa í skipulagi á Langanesi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband