17.8.2013 | 10:56
Aumlegt yfirklór Páls Magnússonar og dagskrárstjóra RUV
Vegna bilunar í bíómynd var farið á körfubolta
Þetta voru skilaboðin sem birtust á skjám landsmanna, úr Efstaleitinu í gærkvöldi, á besta sjónvarpstíma. Og í morgun birtist þessi frétt á vef ruv.is. Ekki í formi afsökunar heldur réttlætingar þeirra sem viðurkenna aldrei mistök, heldur réttlæta alltaf allar sínar gerðir. Páll og félagar hafa fundið nýjan botn!
Myndskrá með teiknimynd sem sýna átti á RÚV í kvöld fraus. Þar sem myndin var á stafrænu formi en ekki bandi eins og áður tíðkaðist, var ekki til annað eintak til sýningar og því var gripið til þess ráðs að sýna beint frá körfuboltaleik Íslands og Rúmeníu.
Þessi skýring heldur ekki vatni. Fyrir það fyrsta þá "frýs" ekki mynd. Það er tölvan sem frýs. Og hvað gera menn þegar tölvur frjósa? Jú, menn endurræsa þær.
En útvarpsstjórinn sem fer með yfirdagskrárvaldið, skilur ekki, að til skuli vera fólk, sem hefur alls ekki gaman af boltaíþróttum. Honum er alveg sama þótt þúsundir barna hafi verið svikin um afþreyingu einnar kvöldstundar, sem búið var að greiða fyrir með nauðungaráskrift. Ef enginn væri nefskatturinn þá hefði fólk val. Þá gæti fólk kannski keypt áskrift hjá öðrum stöðvum eða splæst í mynddisk ef einhver leiga er þá eftir. Eða jafnvel leyft sér þann munað að fara í bíó. En fjölskylda sem þarf að greiða 40 þúsund í nefskatt svo Páll geti sýnt körfubolta á besta sjónvarpstíma, hefur ekkert slíkt val.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Facebook
Athugasemdir
Ég man ekki í fljótu bragði eftir öðru eins væli vegna tæknilegrar bilunar Jóhannes.
Áttu eitthvað af vasaklútum eftir ?
hilmar jónsson, 17.8.2013 kl. 11:25
Ég man ekki eftir að farið hafi verið á körfubolta áður hjá RUV eða neinni annarri sjónvarpsstöð, þótt útsendingartölva frjósi Hilmar. Það er metnaður þeirra sem reka alvörusjónvarp að víkja ekki frá auglýstri dagskrá nema í neyðartilfellum. Alveg eins og með samgöngufyrirtæki, þeirra frumskylda er að halda tímaáætlun. Að gera lítið úr geðþótta flippi þeirra sem misnota aðstöðu sína á RUV er skrítin afstaða Hilmar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.8.2013 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.