Framsóknarmaðurinn Jón Bjarnason

Ég deili ekki ánægju Jóns Bjarnasonar með ráðherra Framsóknar, þá Gunnar Braga og Sigurð Inga. Jón sannar bara þá skoðun mína að innst inni er hann og hefur alltaf verið Framsóknarmaður og það í hinni neikvæðu merkingu þess orðs.  Framsóknarspillingin hefur alltaf verið einkenni á afstöðu Jóns Bjarnasonar til allra mála meðan hann gegndi almennri þingmennsku fyrir Vinstri græna og ekki síður sem ráðherra.  Enda gerður út af bændamafíunni í Skagafirði og sérstakur varðhundur deyjandi bændamenningar eins og hún birtist í gegnum gamla SÍS, KEA og Kaupfélag Skagfirðinga. Það sem Jón Bjarnason afrekaði á ráðherrastól mun ekki rata í sögubækur.  Hans verður minnst sem hagsmunagæslumanns og hagsmunapotara fyrst og fremst.  Og fyllir þannig fjölmennan hóp fyrrverandi og núverandi þingmanna framsóknarflokksins.

Varðandi deiluna við ESB og Noreg þá munu þessir sveitamenn klúðra okkar málstað.  Enda hafa þeir það eina agenda að standa upp í hárinu á Brusselvaldinu sem þeir hata eins og pestina.  Svoleiðis viðhorf gilda samt skammt þegar menn þurfa að leysa milliríkjadeilu.


mbl.is Treystir Sigurði Inga í makríldeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Bjarnason er það sem hentar hverju sinni, fór í prófkjör Samfó í gamla NV, tapaði fyrir Kristjáni Möller og svissaði í VG. Framsókn stendur ekkert í honum því þar finna menn rammasta afturhaldið í dag, tala nú ekki um í hans kjördæmi.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.8.2013 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband