25.8.2013 | 00:48
Meiri maraþon vitleysan
Mér rennur blóðið til blóðs
og bara vil hlaupa til góðs
þótt visku og værð fengi í arf
þá vilji er allt sem að þarf
Því mamma er múslimavinur
og mér finnst ég vera svo linur
í hlaupinu hálfu nær dauður
hvílíkur asskotans sauður
---------------------------------------------------------------
Í stað þess að liggja í ljóðum
ég lært hefði af Kiljani fróðum
að ferðin sem aldrei er farin
er fall af þeim tíma sem í hana er varin
Og hjart' áföll hafa svo fengið
hálft fleiri en fylla sko mengið
sem héldu sinn hug stýra hönd
en hjartað það brást og þeir gáfu upp önd
Flokkur: Tækifærisvísur | Breytt 26.8.2013 kl. 03:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.