Meiri maraþon vitleysan

Mér rennur blóðið til blóðs
og bara vil hlaupa til góðs
þótt visku og værð fengi í arf
þá vilji er allt sem að þarf

Því mamma er múslimavinur
og mér finnst ég vera svo linur
í hlaupinu hálfu nær dauður
hvílíkur asskotans sauður

---------------------------------------------------------------

Í stað þess að liggja í ljóðum
ég lært hefði af Kiljani fróðum
að ferðin sem aldrei er farin
er fall af þeim tíma sem í hana er varin

Og hjart' áföll hafa svo fengið
hálft fleiri en fylla sko mengið
sem héldu sinn hug stýra hönd
en hjartað það brást og þeir gáfu upp önd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband