Starfsemin verður samt flutt

Þrátt fyrir mikinn fjölda undirskrifta þá skortir rök fyrir að miðstöð innanlandsflugs sé á einum stað en miðstöð utanlandsflugs á öðrum. Núverandi skipan er bæði dýrari en ekki síður er flugöryggið skert á báðum flugvöllum.  Vitað er að öryggissvæði er ekki samkvæmt alþjóðareglum á Reykjavíkurvelli og eins vantar varabraut á keflavíkurvelli þegar vindur stendur þvert á þær brautir sem þar eru.

Það skiptir í raun ekki máli hvort ein flugbraut verði áfram í Vatnsmýri fyrir sjúkraflug og þyrluþjónustu. Þróun borgarskipulagsins verður ekki stöðvuð.  Fyrst menn höfðu ekki pólitískan kjark til að reisa nýjan flugvöll á Bessastaðanesi þegar það var raunhæfur möguleiki þá liggur ekkert annað fyrir en að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur. Forsvarsmenn Flugfélags Íslands hljóta að vera að skoða það alvarlega.

Stuttar vegalengdir á Íslandi draga úr þörf á þéttriðnu neti innanlandsflugvalla enda flug umhverfislega slæmur valkostur. Og þegar við verðum laus við lyktarmengunina og hljóðmengunina sem fylgir flugstarfseminni í Vatnsmýri þá aukast lífsgæðin í borginni.

Að beita tilfinningarökum í svona hitamáli eins og þessir bjánalegu "vinir vallarins" hafa gert er ekki líkleg til að breyta skoðunum þeirra sem meta áhrifin hlutlaust.  Tilfinningarökin duga bara á þá sem eru óupplýstir og kjósa að vera það áfram.  Því það er jú tímafrekt að kynna sér málin og taka upplýsta ákvörðun  Að hér skuli vera til 55.000 óupplýstir fábjánar kemur mér ekki á óvart.  Þeir sem kusu Sjálfstæðisflokk og Framsókn í síðustu kosningum voru jú um tvöfalt fleiri en það. LoL


mbl.is Yfir 55 þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband