LÍÚ aftur búnir að taka við sjávarútvegsráðuneytinu

LÍÚ réðu öllu í sambandi við stjórn á fiskveiðum í ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins frá valdatíð Davíðs Oddssonar til hrunsins.  Á þeim tíma drógust veiðar saman um helming og byggð raskaðist á varanlegan hátt. Afleiðingar kvótasetningar á sjávarfangi og brask með kvóta er ekki hægt að meta til fjár þvílíkt er umfangið og snertir svo mörg svið samfélagsins.

Þrátt fyrir allt þetta þá ætlar núverandi stjórn að leyfa Stórútgerðinni að herða tökin á efnahagslífinu. Nú á að setja síðustu sporðana í kvóta og síðan verða strandveiðar settar í kvóta og lyklunum að ráðuneytisskúffunni hent.

Enginn hefur getað megnað að koma viti fyrir fjórflokkinn.  Þeir vilja ekki sjá.  Þeir vilja ekki hlusta.  Brottkast í kvótakerfinu er gífurlegt vandamál  Þetta vill enginn ræða.  Og núna má búast við að miklu magni af blálöngu, gullaxi og litla karfi verði hent á næsta fiskveiðiári.  Þetta mun bætast við öll þau tugi þúsund tonna sem hent hefur verið af þorski, ýsu, ufsa, keilu og lúðu!

Menn hljóta að muna þegar lúðubannið var sett af fábjánanum Jóni Bjarna.  Samkvæmt aflaskýrslum er lúðu ekki lengur landað en dettur einhverjum í hug að hún slæðist ekki í veiðarfærin eins og áður???

Á meðan sérhagsmunirnir ráða mun íslenskt þjóðfélag ekki rétta við.  Hér mun alþýðan áfram lifa við skert kjör.  Allt til að forréttindastéttin geti fitnað á illa fengnum auði.

Allt sem þarf eru eftirlitsmyndavélar um borð i hvert einasta fiskiskip. Þessar vélar verði tengdar við internetið í gegnum gervitungl svo allir sjái hvernig farið er með fiskinn sem er veiddur og hversu miklu er landað af því sem veiðist.  Ef þetta verður gert þá sjá menn hversu hlægileg rökin eru sem menn eru að bulla um í sambandi við ábyrga stjórnun og sjálfbærni.

Það eru til gögn um brottkast og myndir sem sýna það. Hvers vegna er þetta ekki sýnt á RUV?


mbl.is Hámark sett á blálöngu og gulllax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öllu alvarlegra er að nú tilkynnir sjáfarútvegsráðherra, að hafin sé undirbúningur að kvótasetningu makríls, og þá að sjálfsögðu með frjálsu framsali,en þennan makríkvóta gæti þjóðin hæglega leigt út fyrir ca. 5 miljarða árlega fyrir tóman ríkissjóð.

Því er spurt hvernig stenst það 72.gr. stjórnarskrárinnar, "Eignarétturinn er fryðhelgur, og hann má ekki aftaka nema fullt verð komi fyrir",og 72.gr. á jafnt við um einstaklinga, lögaðila, og íslensku þjóðina,því er ekki annað hægt en að álikta sem svo að eignaréttar ákvæðið eigi við um frjálsaframsalið.

Valli Björs (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 21:11

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Valli ég gef ekkert fyrir þessi rök um framsalið. Ég er að berjast fyrir afnámi kvótakerfisins og að veiðar verði gefnar frjálsar að uppfylltum nokkrum grundvallar skilyrðum.  Ég hefi aldrei fellt mig við innköllun kvótans enda hef ég aldrei samþykkt eignarétt núverandi kvótahafa. Úthlutunin hefur alltaf verið til eins árs og skiptir engu hvað menn hafa verið að braska.  Það myndar engan eignarrétt.  Það þarf bara að fella þessi lög úr gildi og þá erum við aftur á byrjunarreit. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.8.2013 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband