27.8.2013 | 20:51
Möppudýr eða djarfur umbótamaður?
Ekki þekki ég til verka þessa nýja aðstoðarmanns (hvað eru þeir aftur orðnir margir?) en miðað við ferilskrána hans þá er þarna dæmigert möppudýr á ferðinni. Vinsæll til að hafa með í nefndum og ráðum því hann hefur ekkert sérstakt fram að færa. Það eru til menn, jafnvel nokkrir hagfræðimenntaðir sem hafa viðrað nýjar leiðir. Af hverju er aldrei leitað til þeirra?
Af hverju er ekki Ársæll Valfells skipaður í nefnd um peningastefnu? Af hverju er ekki leitað til Gunnars Tómassonar um ráð í sambandi við efnahagsstjórnunina og afnám haftanna?
Á meðan engar nýjar hugmyndir fá umræðu mun ekkert breytast. Kannski er það heldur ekki meiningin hjá þessum ungu mönnum sem eru í forystu hjá fjórflokknum. Það er nefnilega auðveldara að gera ekki neitt. Og þótt hér verði annað hrun þá verður ábyrgðinni skellt á möppudýrin og eitt þeirra sennilega sent í fangelsi. Það hefur verið gert áður.
Ráðinn efnahagsráðgjafi forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.