Tilraunir ekki samgöngustefna

Besti flokkurinn hlaut kosningu vegna óvinsælda fjórflokksins. Menn voru tilbúnir að fórna atkvæðinu sínu jafnvel á þekktan uppistandara eins og Jón Gnarr frekar en fólkið sem myndaði 4 meirihluta á einu og sama kjörtímabilinu.  Kjósendur vilja nefnilega stabilitet fyrst og fremst. Sífelldar umskiptingar í stefnumálum borgaryfirvalda fara illa í menn.  Og tilraunir Besta Flokksins í samgöngumálum eru dæmdar til að mistakast vegna þess að lagt er upp með að þetta séu tilraunir en ekki alvöru framtíðarsýn.

Tilraunin með Hverfisgötuna á fyrsta ári valdasetu Jóns Gnarrs hefði átt að duga.  Það átti ekki að fara út í sams konar tilraun með Hofsvallagötuna.  Þeir sem halda að það sé bara í lagi , af því bara, þeir eiga að fá sér aðra vinnu.  Alla vega þýðir ekki fyrir Jón Gunnar að bjóða sig aftur fram til borgarstjóra í Reykjavík.   Ef hann gerir það er hann verulega veruleikafirrtur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband