Ósiðlegur hagnaður

Fyrirtæki af þeirri stærðargráðu sem Samherji hefur náð er skaðlegt fyrir svona lítið þjóðfélag eins og Ísland.  Þess vegna á að setja löggjöf sem gerir stjórnvöldum kleyft að skipta upp fyrirtækjasamsteypum eins og Samherja þegar völd eigendanna eru farin að ógna lýðræðinu.  Menn eins og Mái og Kristján eru eins og lénskóngar og áhrif þeirra innan bæjar og sveitarstjórna út um allt land, bæði óeðlileg og skaðleg.  Og framkoma þeirra gagnvart starfsmönnum sínum einkennist af hroka valdníðslu. Þeir fara ekki einu sinni eftir kjarasamningum og enginn þorir að gera neitt í því vegna þess að þá mun þess hefnt á allri fjölskyldu þess sem er með múður.  Þannig geta þeir haldið samfélaginu í heljargreipum atvinnukúgunar í skjóli stærðar og vegna einhæfni atvinnu úti á landi.  Mér er sama þótt Samherji hóti að fara með starfsemina úr landi.  Við getum svipt þá aflaheimildum og hvað gera þeir þá? 

Ég veit að fjórflokkurinn er í vasa Samherja en aðrir ættu að íhuga það sem ég er að segja.  Samherja þarf að brjóta á bak aftur. Ekkert eitt fyrirtæki má sölsa undir sig jafn stóra sneið af þjóðarkökunni og Samherji hefur gert.  Æfintýrið um Samherjafrændurna er orðið að martröð.


mbl.is Hagnaðist um 15,7 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband